Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 22:24 Það voru þó nokkrar stiklur frumsýndar í gærkvöldi. Skjáskot Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi: Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi:
Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið