Náði að rétta flugvélina af 800 fetum yfir Kyrrahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:54 Litlu munaði að flugvél United hrapaði í Kyrrahaf í desembermánuði. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Flugvél United sem var á leið frá Maui á Havaii til San Fransisco hrapaði skyndilega yfir Kyrrahafi áður en flugmaðurinn náði að rétta hana af um 800 fet fyrir ofan hafið. Þetta gerðist stuttu eftir flugtak í desembermánuði og mátti litlu muna að flugvélin færist. Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira