Haley fer fram gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 14:02 Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. EPA/CAROLINE BREHMAN Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Haley birti myndband í morgun þar sem hún sagði frá ákvörðun sinni um að fara gegn fyrrverandi yfirmanni hennar. Fyrir tveimur árum sagðist hún ekki ætla að fara gegn Trump í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Nú segist hún hafa skipt um skoðun og segir þörf á kynslóðaskiptum í Repúblikanaflokknum. Trump er 76 ára gamall og Haley er 51 árs. Þeir sem lýsa yfir framboði munu svo etja kappi í forvali Repúblikanaflokksins sem halda á á milli febrúar og júní á næsta ári. Kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember 2024. Get excited! Time for a new generation. Let s do this! pic.twitter.com/BD5k4WY1CP— Nikki Haley (@NikkiHaley) February 14, 2023 Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að margir Repúblikanar til viðbótar muni lýsa yfir forsetaframboði. Þeirra á meðal eru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Trumps og Tim Scott, öldungadeildarþingmaður. Kannanir vestanhafs gefa til kynna að Trump eigi mestan stuðning innan Repúblikanaflokksins og á eftir honum komi DeSantis. Aðrir og þar á meðal Haley, mælast með mun minna fylgi. Guardian sagði nýverið frá því að kannanir sýndu einnig fram á að ef Haly myndi bjóða sig fram, myndi hún taka fylgi af DeSantis en ekki af Trump og þar með gera sigur Trumps í forvalinu líklegri. AP segir að Trump hafi sagt frá því í síðasta mánuði að Haley hafi hringt í hann og rætt við hann um mögulegt framboð hennar. Hann mun hafa bent henni á að hún hafi heitið því að fara ekki gegn honum en að öðru leyti hafi hann ekki reynt að standa í vegi hennar. Trump sagði eðlilegt að fólk skipti um skoðanir og henni fyndist hún verða að bjóða sig fram ætti hún að gera það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira