Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 18:39 Sólveig Anna segir að hún muni mæta ásamt öðrum úr samninganefnd Eflingar þegar boðað verður til samningafundar. Vísir/Arnar Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. Frá þessu greinir formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, í færslu á Facebook-síðu sinni. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með íslensku valdastéttinni grafa sig dýpra í nálgun valdbeitingar í garð félagsfólks í Eflingu á síðustu vikum. Meira að segja eftir algjört siðferðislegt gjaldþrot þvingana-afstöðu Aðalsteins Leifssonar skulu Samtök atvinnulífsins enn senda fulltrúa sinn í fjölmiða til að tala fyrir áframhaldandi ríkisvalds-ofbeldi gegn verkafólki og lægst launaðasta fólki landsins,“ skrifar Sólveig Anna. Hún ásamt fleiri félögum hennar í Eflingu hafa ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segði sig frá deilunni, eftir að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Eflingu bæri ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína, svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Aðalsteinn óskaði eftir því við félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær að víkja sæti í deilunni og í dag var Ástráður Haraldsson héraðsdómari settur í embætti sáttasemjara í þessari tilteknu deilu í hans stað. Sólveig Anna segist ánægð með að Ástráður hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara. „Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur,“ skrifar Sólveig Anna. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Frá þessu greinir formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, í færslu á Facebook-síðu sinni. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með íslensku valdastéttinni grafa sig dýpra í nálgun valdbeitingar í garð félagsfólks í Eflingu á síðustu vikum. Meira að segja eftir algjört siðferðislegt gjaldþrot þvingana-afstöðu Aðalsteins Leifssonar skulu Samtök atvinnulífsins enn senda fulltrúa sinn í fjölmiða til að tala fyrir áframhaldandi ríkisvalds-ofbeldi gegn verkafólki og lægst launaðasta fólki landsins,“ skrifar Sólveig Anna. Hún ásamt fleiri félögum hennar í Eflingu hafa ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segði sig frá deilunni, eftir að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Eflingu bæri ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína, svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Aðalsteinn óskaði eftir því við félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær að víkja sæti í deilunni og í dag var Ástráður Haraldsson héraðsdómari settur í embætti sáttasemjara í þessari tilteknu deilu í hans stað. Sólveig Anna segist ánægð með að Ástráður hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara. „Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur,“ skrifar Sólveig Anna.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05