Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Björn J. Gunnarsson er á meðal þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi og komu heim í dag. Hluti íslenska hópsins er enn úti. Vísir/Arnar Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira