Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 09:26 Sólveig sagði stöðuna alvarlega og að hún vildi lítið tjá sig um það hvort hún væri bjartsýn. Vísir/Vilhelm Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira