Rannsaka greiðslur Barcelona til varaformanns dómaranefndar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2023 07:01 Spænska stórveldið Barcelona er sagt hafa greitt fyrirtæki í eigu fyrrverandi varaformanni spænsku dómaranefndarinnar háar fjárhæðir á síðustu árum. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Saksóknarar á Spáni rannsaka nú greiðslur sem spænska stórveldið Barcelona greiddi fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira á árunum 2016 til 2018. Negreira var þá varaformaður spænsku dómaranefndarinnar, CTA. Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum. Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum.
Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira