Rannsaka greiðslur Barcelona til varaformanns dómaranefndar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2023 07:01 Spænska stórveldið Barcelona er sagt hafa greitt fyrirtæki í eigu fyrrverandi varaformanni spænsku dómaranefndarinnar háar fjárhæðir á síðustu árum. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Saksóknarar á Spáni rannsaka nú greiðslur sem spænska stórveldið Barcelona greiddi fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira á árunum 2016 til 2018. Negreira var þá varaformaður spænsku dómaranefndarinnar, CTA. Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum. Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum.
Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira