Nunnan sem liggur á bæn um að Messi komi aftur heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 12:30 Lionel Messi þykir ekki líklegur til að spila áfram með Paris Saint Germain liðinu og marga í Barcelona dreymir um að fá hann aftur heim. Getty/Marc Atkins Lionel Messi á sér marga aðdáendur í Barcelona eftir magnaðan tíma þar en ein af þeim frægustu er nunnan Systir Lucia. Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins. Spænski boltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins.
Spænski boltinn Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira