Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 10:50 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tekur í hönd Riads Malki, utanríkisráðherra Palestínumanna. Myndina birti Þórdís Kolbrún á Twitter-síðu sinni. Utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem. Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem.
Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent