Mikill meirihluti íbúa vildi 300 milljóna framkvæmdina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 13:59 Mikill meirihluti þeirra íbúa sem sóttu húsfund í gærkvöldi samþykkti at framkvæmdum yrði fram haldið. Vísir/Vilhelm Mjög mikill meirihluti íbúa í Asparfelli 2 til 12 greiddi atkvæði með því á húsfundi í gær að 300 milljóna króna framkvæmdir við húsið verði kláraðar. Sonur íbúðareiganda hélt því fram í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að mikil óánægja væri vegna framkvæmdanna og að ráðist hafi verið í þær eftir ólöglegan húsfund. Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna. Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna.
Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26
Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41