Vinir og fangar gefa skýrslu fyrir dómi í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 13:37 Frá upphafi aðalmeðferðar í málinu þann 19. janúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu er framhaldið í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir dóminn koma vinir ákærðu í málinu, sumir sem von er á í dómsal en önnur sem afplána dóma í fangelsinu á Litla-Hrauni. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira