Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Hörður 36-29 | Selfoss hrökk í gang og innbyrti þægilegan sigur gegn Herði Hjörvar Ólafsson skrifar 19. febrúar 2023 17:36 Einar Sverrisson var öflugur í marki Selfoss í kvöld. Vísir/Pawel Selfoss bar sigurorð af Herði, 36-29, þegar liðin leiddu saman hesta sína í Olís-deild karla í handolta í Set-höllinni á Selfossi í kvöld. Líkt og oft áður í vetur fóru leikmenn Harðar vel af stað en gestirnir að vestan voru fjórum mörkum yfir, 11-7, um miðbik fyrri hálfleiks. Ísak Gústafsson var sá eini sem var með lífsmarki í sóknarleik Selfoss í upphafi leiks en þegar líða tók á leikinn fóru fleiri leikmenn að leggja í púkkinn. Þá átti Jón Þórarinn Þorsteinssin góða innkomu í mark Selfoss. Markvarsla Jóns Þórarins og þéttur varnarleikur heimamanna dró tennurnar úr Harðverjum. Lengra dró á milli liðanna í seinni hálfleik og Selfoss fór að lokum með sjö marka sigur af hólmi. Ísak Gústafsson var markahæstur hjá Selfossi með sjö mörk og Einar Sverrisson kom næstur með fimm mörk. Hjá Herði dró Guntis Pilpuks vaginn með sínum níu mörkum og Sudario Eiður Carneiro bætti fimm mörkum við í sarpinn. Selfoss komst upp að hlið Stjörnunnar og Fram með þessum sigri en liðin sitja í fjórða til sjötta sæti deildarinnar með 17 stig hvert lið. Þórir Ólafsson: Jón Þórarinn átti góðan leik „Það hefur loðað við okkur á þessum keppnistímabili að það er einhver doði yfir okkur í upphafi leikjanna. Kannski þurfum við að breyta um takt í upphituninni. Þetta er þó ekki eitthvað sem ég hef stórar áhyggjur af," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, að leik loknum. „Við náðum hins vegar að hrista af okkur slenið, þétta vörnina og fegnum góða markvörslu frá Jóni Þórarni. Þá fórum við að nýta færin betur þegar leið á leikinn en við vorum að koma okkar í góðar stöður allan leikinn," sagði Þórir enn fremur. „Það var þægilegt að ná upp góðu forskoti og sigla þessum sigri í höfn á sannfærandi hátt. Frammistaðan var vissulega kaflaskipt en heilt yfir er ég sáttur við spilamennskuna og kampakátur með stigin tvö," sagði hann. „Nú þurfum við að byggja ofan á því sem við gerðum vel og freista þess að byrja næsta leik af meiri krafti. Við þurfum lengri góða kafla í komandi leikjum og það er markmiðið," sagði Selfyssingurinn um framhaldið. Þórir Ólafsson getur farið sáttur á koddann í kvöld. Vísir/Pawel Jóhannes Lange: Slæmt gengi farið að leggjast á sálina „Þetta hefur verið saga okkar í vetur. Við byrjum leikina og sýnum hvað í okkur býr. Svo þegar mótlætið kemur þá missum við taktinn, förum að brenna af færunum sem við erum að skapa og missa trúna," sagði Jóhannes Lange, aðstoðarþjálfari Harðar. „Það er extra svekkjandi að við sýnum það leik eftir leik að við eigum í fullu tré við flest liðin í deildinni. Við erum hins vegar brothættir og það er ljóst að slæmt gengi í vetur er farið á leggjast á sálina á leikmönnum liðsins," sagði hann súr. „Auðvitað er það jákvætt að það sé stígandi í okkar leik en það svíður ennþá að hafa ekki náð að kreista fram sigur á móti ÍR í síðustu umferð deildarinnar. Sá leikur kristallaði í raun veturinn hjá okkur. Tapaðir boltar þegar líða tekur á leikinn og slök nýting á færum. Það myndi gefa sálartetrinu mikið að næla í fyrsta sigurinn. Við erum ekki af baki dottnir og munum halda áfram að gefa allt í næstu verkefni," sagði aðstoðarþjálfari Harðar. Af hverju vann Selfoss? Jón Þórarinn lagði þung lóð á vogarskálina í þessum sigri en þá var vörnin fyrir framan hann einnig þétt. Þórir Ólafsson gat einnig dreift álaginu vel og fékk hann framlag frá mörgum leiknum. Þegar upp var staðið komust 12 leikmenn Selfoss á blað. Hvað gekk illa? Enn og aftur skortir trú og skynsemi hjá Herði til þess að fara alla leið og ná í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Það er synd að sjá í hvað liðið er spunnið á köflum í leikjum þess en hversu kaflaskipt frammistaðan er síðan. Hverjir stóðu upp úr? Jón Þórarinn varði vel hjá Selfossi en erfitt er að taka einverjn útileikmann út fyrir sviga hjá heimamönnum. Guntis var öflugastur hjá gestunum að vestan. Hvað gerist næst? Selfoss sækir KA heim norður yfir heiðar á sunnudaginn eftir slétta viku en daginn eftir fær Hörður svo Stjörnuna í heimsókn. Olís-deild karla UMF Selfoss Hörður
Selfoss bar sigurorð af Herði, 36-29, þegar liðin leiddu saman hesta sína í Olís-deild karla í handolta í Set-höllinni á Selfossi í kvöld. Líkt og oft áður í vetur fóru leikmenn Harðar vel af stað en gestirnir að vestan voru fjórum mörkum yfir, 11-7, um miðbik fyrri hálfleiks. Ísak Gústafsson var sá eini sem var með lífsmarki í sóknarleik Selfoss í upphafi leiks en þegar líða tók á leikinn fóru fleiri leikmenn að leggja í púkkinn. Þá átti Jón Þórarinn Þorsteinssin góða innkomu í mark Selfoss. Markvarsla Jóns Þórarins og þéttur varnarleikur heimamanna dró tennurnar úr Harðverjum. Lengra dró á milli liðanna í seinni hálfleik og Selfoss fór að lokum með sjö marka sigur af hólmi. Ísak Gústafsson var markahæstur hjá Selfossi með sjö mörk og Einar Sverrisson kom næstur með fimm mörk. Hjá Herði dró Guntis Pilpuks vaginn með sínum níu mörkum og Sudario Eiður Carneiro bætti fimm mörkum við í sarpinn. Selfoss komst upp að hlið Stjörnunnar og Fram með þessum sigri en liðin sitja í fjórða til sjötta sæti deildarinnar með 17 stig hvert lið. Þórir Ólafsson: Jón Þórarinn átti góðan leik „Það hefur loðað við okkur á þessum keppnistímabili að það er einhver doði yfir okkur í upphafi leikjanna. Kannski þurfum við að breyta um takt í upphituninni. Þetta er þó ekki eitthvað sem ég hef stórar áhyggjur af," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, að leik loknum. „Við náðum hins vegar að hrista af okkur slenið, þétta vörnina og fegnum góða markvörslu frá Jóni Þórarni. Þá fórum við að nýta færin betur þegar leið á leikinn en við vorum að koma okkar í góðar stöður allan leikinn," sagði Þórir enn fremur. „Það var þægilegt að ná upp góðu forskoti og sigla þessum sigri í höfn á sannfærandi hátt. Frammistaðan var vissulega kaflaskipt en heilt yfir er ég sáttur við spilamennskuna og kampakátur með stigin tvö," sagði hann. „Nú þurfum við að byggja ofan á því sem við gerðum vel og freista þess að byrja næsta leik af meiri krafti. Við þurfum lengri góða kafla í komandi leikjum og það er markmiðið," sagði Selfyssingurinn um framhaldið. Þórir Ólafsson getur farið sáttur á koddann í kvöld. Vísir/Pawel Jóhannes Lange: Slæmt gengi farið að leggjast á sálina „Þetta hefur verið saga okkar í vetur. Við byrjum leikina og sýnum hvað í okkur býr. Svo þegar mótlætið kemur þá missum við taktinn, förum að brenna af færunum sem við erum að skapa og missa trúna," sagði Jóhannes Lange, aðstoðarþjálfari Harðar. „Það er extra svekkjandi að við sýnum það leik eftir leik að við eigum í fullu tré við flest liðin í deildinni. Við erum hins vegar brothættir og það er ljóst að slæmt gengi í vetur er farið á leggjast á sálina á leikmönnum liðsins," sagði hann súr. „Auðvitað er það jákvætt að það sé stígandi í okkar leik en það svíður ennþá að hafa ekki náð að kreista fram sigur á móti ÍR í síðustu umferð deildarinnar. Sá leikur kristallaði í raun veturinn hjá okkur. Tapaðir boltar þegar líða tekur á leikinn og slök nýting á færum. Það myndi gefa sálartetrinu mikið að næla í fyrsta sigurinn. Við erum ekki af baki dottnir og munum halda áfram að gefa allt í næstu verkefni," sagði aðstoðarþjálfari Harðar. Af hverju vann Selfoss? Jón Þórarinn lagði þung lóð á vogarskálina í þessum sigri en þá var vörnin fyrir framan hann einnig þétt. Þórir Ólafsson gat einnig dreift álaginu vel og fékk hann framlag frá mörgum leiknum. Þegar upp var staðið komust 12 leikmenn Selfoss á blað. Hvað gekk illa? Enn og aftur skortir trú og skynsemi hjá Herði til þess að fara alla leið og ná í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Það er synd að sjá í hvað liðið er spunnið á köflum í leikjum þess en hversu kaflaskipt frammistaðan er síðan. Hverjir stóðu upp úr? Jón Þórarinn varði vel hjá Selfossi en erfitt er að taka einverjn útileikmann út fyrir sviga hjá heimamönnum. Guntis var öflugastur hjá gestunum að vestan. Hvað gerist næst? Selfoss sækir KA heim norður yfir heiðar á sunnudaginn eftir slétta viku en daginn eftir fær Hörður svo Stjörnuna í heimsókn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti