„Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 18:48 Sólveig Þorvaldsdóttir leiddi íslenska hópinn úti í Tyrklandi. Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi forstjóri Almannavarna ríkisins, leiddi hópinn sem fór til Tyrklands. Hún hefur gífurlega reynslu af björgunarstörfum og hefur verið á jarðskjálftasvæðum áður. „Það er alltaf jafn hroðalegt að sjá svona mikið af skemmdum húsum og þetta ömurlega ástand sem fólkið upplifir,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segir það vera mjög gefandi að sjá svona margar þjóðir koma saman við björgunarstörfin: „Það komu þarna 90 alþjóðarústabjörgunarsveitir. Það er mjög gefandi að sjá allt þetta starf og það gefur manni mikið að taka þátt í því. Ég er náttúrulega búin að vera í þessu svo lengi þannig ég þekki mikið af þessu fólki, það hjálpar líka til að láta þetta ganga hratt og vel.“ Aðspurð hvernig ástandið er úti núna segir Sólveig að það sé miklu betra en þegar þau komu. Enn sé þó nóg að gera. „Það er verið að vinna að því að taka niður þessar skemmdu byggingar en þetta er svolítið erfitt því í sumum getur verið lifandi fólk,“ segir hún. „Þannig menn þurfa að gera þetta mjög rólega. En það er verið að hreinsa götur og það er verið að koma betur ástandi á að hjálpa fólki sem er heimilislaus. Þetta er náttúrulega miklu betra núna heldur en þegar við komum.“ Á meðal þess sem Íslendingarnir gerðu úti var að aðstoða við samhæfingu alþjóðarústabjörgunarsveita. „Þegar þú ert með svona 90 björgunarsveitir þá fer náttúrulega heilmikil vinna í að passa það að samhæfa störfin, að það sé ákveðið kerfi okkar megin sem tengist síðan samhæfingarkerfi heimamanna,“ segir Sólveig. „Í þessum alþjóðarústabjörgunarsamtökum erum við búin að vera að þróa kerfi núna í áratugi, þetta er svolítið sérhæft þannig við vorum að vinna í því að koma upp þessu kerfi og fylgja því eftir. Þetta er að aðstoða allar þessar sveitir við að komast í verkefnin.“ Stærri atburður en á æfingunni Síðasta haust var haldin æfing í Tyrklandi fyrir alþjóðarústabjörgunarsveitir. Sólveig var þar æfingastjóri. Hún segir atburðinn hafa verið mun stærri en sá sem var í æfingunni. „Ég var æfingastjóri í Tyrklandi fyrir alþjóðarústasveitir. Það sem kannski hefði mátt vera betra á æfingunni var einmitt hvernig við tengjumst inn í kerfi heimamanna á svo mörgum stöðum. Við vorum sem sagt með aðalsamhæfingarstöðina sem við stýrðum og síðan vorum við með ellefu undirsamhæfingarstöðvar. Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft.“ Frábært að vera komin heim Sólveig segir þá að það sé gott að vera komin heim. „Frá því að maður fékk fyrsta símtalið og núna eru komnir tólf dagar. Þannig þetta er ákveðið álag,“ segir hún. „Þú veist ekkert endilega hvar þú sefur næstu nótt, þú veist ekki hvar þú kemst á klósett. Við erum náttúrulega með okkar búðir og okkar klósett en það er samt sem áður alltaf svo mikil óvissa, sérstaklega í byrjun. Síðan verður líka lýjandi að gista í tjöldum í ákveðinn tíma og vera að vinna við erfiðar aðstæður. Þó svo maður sé með tölvu og internet þá er þetta í búðum. Það var frábært að fá tækifæri til þess að fara þarna út að hjálpa en það er frábært líka að vera komin heim“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi forstjóri Almannavarna ríkisins, leiddi hópinn sem fór til Tyrklands. Hún hefur gífurlega reynslu af björgunarstörfum og hefur verið á jarðskjálftasvæðum áður. „Það er alltaf jafn hroðalegt að sjá svona mikið af skemmdum húsum og þetta ömurlega ástand sem fólkið upplifir,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segir það vera mjög gefandi að sjá svona margar þjóðir koma saman við björgunarstörfin: „Það komu þarna 90 alþjóðarústabjörgunarsveitir. Það er mjög gefandi að sjá allt þetta starf og það gefur manni mikið að taka þátt í því. Ég er náttúrulega búin að vera í þessu svo lengi þannig ég þekki mikið af þessu fólki, það hjálpar líka til að láta þetta ganga hratt og vel.“ Aðspurð hvernig ástandið er úti núna segir Sólveig að það sé miklu betra en þegar þau komu. Enn sé þó nóg að gera. „Það er verið að vinna að því að taka niður þessar skemmdu byggingar en þetta er svolítið erfitt því í sumum getur verið lifandi fólk,“ segir hún. „Þannig menn þurfa að gera þetta mjög rólega. En það er verið að hreinsa götur og það er verið að koma betur ástandi á að hjálpa fólki sem er heimilislaus. Þetta er náttúrulega miklu betra núna heldur en þegar við komum.“ Á meðal þess sem Íslendingarnir gerðu úti var að aðstoða við samhæfingu alþjóðarústabjörgunarsveita. „Þegar þú ert með svona 90 björgunarsveitir þá fer náttúrulega heilmikil vinna í að passa það að samhæfa störfin, að það sé ákveðið kerfi okkar megin sem tengist síðan samhæfingarkerfi heimamanna,“ segir Sólveig. „Í þessum alþjóðarústabjörgunarsamtökum erum við búin að vera að þróa kerfi núna í áratugi, þetta er svolítið sérhæft þannig við vorum að vinna í því að koma upp þessu kerfi og fylgja því eftir. Þetta er að aðstoða allar þessar sveitir við að komast í verkefnin.“ Stærri atburður en á æfingunni Síðasta haust var haldin æfing í Tyrklandi fyrir alþjóðarústabjörgunarsveitir. Sólveig var þar æfingastjóri. Hún segir atburðinn hafa verið mun stærri en sá sem var í æfingunni. „Ég var æfingastjóri í Tyrklandi fyrir alþjóðarústasveitir. Það sem kannski hefði mátt vera betra á æfingunni var einmitt hvernig við tengjumst inn í kerfi heimamanna á svo mörgum stöðum. Við vorum sem sagt með aðalsamhæfingarstöðina sem við stýrðum og síðan vorum við með ellefu undirsamhæfingarstöðvar. Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft.“ Frábært að vera komin heim Sólveig segir þá að það sé gott að vera komin heim. „Frá því að maður fékk fyrsta símtalið og núna eru komnir tólf dagar. Þannig þetta er ákveðið álag,“ segir hún. „Þú veist ekkert endilega hvar þú sefur næstu nótt, þú veist ekki hvar þú kemst á klósett. Við erum náttúrulega með okkar búðir og okkar klósett en það er samt sem áður alltaf svo mikil óvissa, sérstaklega í byrjun. Síðan verður líka lýjandi að gista í tjöldum í ákveðinn tíma og vera að vinna við erfiðar aðstæður. Þó svo maður sé með tölvu og internet þá er þetta í búðum. Það var frábært að fá tækifæri til þess að fara þarna út að hjálpa en það er frábært líka að vera komin heim“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira