Sagði skilið við viðskiptafræðina og fékk hæstu einkunn í hjúkrunarfræði Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 10:54 Kristófer Kristófersson útskrifaðist með hæstu einkunn í hjúkrunarfræði. Bylgjan Þrátt fyrir að vera kominn með B.S. og Master í viðskiptafræði og vinnu í faginu ákvað Kristófer Kristófersson að setjast aftur á skólabekk. Í þetta skiptið var það hjúkrunarfræðin sem heillaði hann. Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira