Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2023 22:44 Daníel Jakobsson er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish. Hafþór Gunnarsson Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Arctic Fish, annað stóru vestfirsku eldisfyrirtækjanna, hafði væntingar um að geta hafið eldi í Ísafjarðardjúpi fyrir tveimur árum eftir að hafa undirbúið ferlið frá árinu 2016. „Við erum ennþá að bíða, því miður, eftir leyfinu í Ísafjarðardjúpi. Það eru tvö ár síðan Skipulagsstofnun lauk við umsögn um umhverfismatið okkar,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, í viðtali við Hafþór Gunnarsson, fréttaritara Stöðvar 2. Séð yfir Ísafjarðardjúp í átt að Snæfjallaströnd. Eyjan Vigur fyrir miðri mynd.Vilhelm Gunnarsson Eftir umsögn Skipulagsstofnunar taldi Arctic Fish óhætt að byrja að ala upp laxaseiði fyrir Djúpið í seiðastöð sinni í Tálknafirði en fyrirtækið er með sjókvíaeldi í sex fjörðum Vestfjarða. Vegna eldis í Djúpinu segir Daníel fyrirtækið einnig búið að fjárfesta í tækjum og búnaði fyrir um einn milljarð króna, sem ekki nýtast meðan leyfið bíður. „Mast, eða Matvælastofnun, og Umhverfisstofnun hefur ekki tekist að gefa út leyfið. En það er nú alltaf svona einhvern veginn í næstu viku hjá þeim,“ segir Daníel. Seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar. Vilhelm Gunnarsson Óvænt krafa um áhættumat siglinga í byrjun árs setti ferlið í uppnám. „Og vonandi tekst bara þeim aðilum, sem bera ábyrgð á því, að klára það hratt og vel. Því að við erum tilbúin núna með eina og hálfa milljón seiða í Tálknafirði sem eiga að fara í Djúpið í sumar,“ segir Daníel en hvert seiði segir hann kosta 150 krónur. Í fyrra var sama staða uppi, þá tókst fyrirtækinu að selja öðrum seiðin, en núna eru örlög þeirra óviss. „Við vonum svo sannarlega að stofnanirnar hafi lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og við, og vinni eftir lögum og fari núna að gefa út leyfin,“ segir Daníel. Úr seiðaeldisstöð Arctic Fish í Tálknafirði.Sigurjón Ólason Andstæðingar hafa kallað eftir því að leyfisveitingar verði stöðvaðar eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi birtist fyrr í mánuðinum. „Hún var alls ekki áfellisdómur yfir eldinu,“ segir Daníel og segir að í henni hafi verið ábendingar til stjórnvalda sem beri að fagna. „Við viljum náttúrlega bara vinna í sátt við umhverfi og samfélag og teljum okkur hafa gert það. Þannig að við bara vonum það að þessi skýrsla leiði til úrbóta,“ segir Daníel. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Sjávarútvegur Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Tálknafjörður Lax Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. 16. febrúar 2023 23:40 Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Ríkisendurskoðandi segist ekki vera vanhæfur Ríkisendurskoðandi segir formennsku eiginkonu sinnar í veiðifélaginu Laxá ekki hafa áhrif á hæfi sitt við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Einnig segir hann að auglýsing frá árinu 2004 og störf í NASCO geri sig ekki vanhæfan. 10. febrúar 2023 12:15 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Vilja láta banna fiskeldi í sjókvíum Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg. 9. febrúar 2023 13:31 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. 7. febrúar 2023 19:39 Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9. mars 2022 23:15 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Arctic Fish, annað stóru vestfirsku eldisfyrirtækjanna, hafði væntingar um að geta hafið eldi í Ísafjarðardjúpi fyrir tveimur árum eftir að hafa undirbúið ferlið frá árinu 2016. „Við erum ennþá að bíða, því miður, eftir leyfinu í Ísafjarðardjúpi. Það eru tvö ár síðan Skipulagsstofnun lauk við umsögn um umhverfismatið okkar,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, í viðtali við Hafþór Gunnarsson, fréttaritara Stöðvar 2. Séð yfir Ísafjarðardjúp í átt að Snæfjallaströnd. Eyjan Vigur fyrir miðri mynd.Vilhelm Gunnarsson Eftir umsögn Skipulagsstofnunar taldi Arctic Fish óhætt að byrja að ala upp laxaseiði fyrir Djúpið í seiðastöð sinni í Tálknafirði en fyrirtækið er með sjókvíaeldi í sex fjörðum Vestfjarða. Vegna eldis í Djúpinu segir Daníel fyrirtækið einnig búið að fjárfesta í tækjum og búnaði fyrir um einn milljarð króna, sem ekki nýtast meðan leyfið bíður. „Mast, eða Matvælastofnun, og Umhverfisstofnun hefur ekki tekist að gefa út leyfið. En það er nú alltaf svona einhvern veginn í næstu viku hjá þeim,“ segir Daníel. Seiðaeldisstöð Arctic Fish í botni Tálknafjarðar. Vilhelm Gunnarsson Óvænt krafa um áhættumat siglinga í byrjun árs setti ferlið í uppnám. „Og vonandi tekst bara þeim aðilum, sem bera ábyrgð á því, að klára það hratt og vel. Því að við erum tilbúin núna með eina og hálfa milljón seiða í Tálknafirði sem eiga að fara í Djúpið í sumar,“ segir Daníel en hvert seiði segir hann kosta 150 krónur. Í fyrra var sama staða uppi, þá tókst fyrirtækinu að selja öðrum seiðin, en núna eru örlög þeirra óviss. „Við vonum svo sannarlega að stofnanirnar hafi lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og við, og vinni eftir lögum og fari núna að gefa út leyfin,“ segir Daníel. Úr seiðaeldisstöð Arctic Fish í Tálknafirði.Sigurjón Ólason Andstæðingar hafa kallað eftir því að leyfisveitingar verði stöðvaðar eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi birtist fyrr í mánuðinum. „Hún var alls ekki áfellisdómur yfir eldinu,“ segir Daníel og segir að í henni hafi verið ábendingar til stjórnvalda sem beri að fagna. „Við viljum náttúrlega bara vinna í sátt við umhverfi og samfélag og teljum okkur hafa gert það. Þannig að við bara vonum það að þessi skýrsla leiði til úrbóta,“ segir Daníel. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Sjávarútvegur Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Tálknafjörður Lax Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. 16. febrúar 2023 23:40 Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Ríkisendurskoðandi segist ekki vera vanhæfur Ríkisendurskoðandi segir formennsku eiginkonu sinnar í veiðifélaginu Laxá ekki hafa áhrif á hæfi sitt við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Einnig segir hann að auglýsing frá árinu 2004 og störf í NASCO geri sig ekki vanhæfan. 10. febrúar 2023 12:15 Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54 Vilja láta banna fiskeldi í sjókvíum Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg. 9. febrúar 2023 13:31 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. 7. febrúar 2023 19:39 Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9. mars 2022 23:15 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. 16. febrúar 2023 23:40
Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01
Ríkisendurskoðandi segist ekki vera vanhæfur Ríkisendurskoðandi segir formennsku eiginkonu sinnar í veiðifélaginu Laxá ekki hafa áhrif á hæfi sitt við vinnslu úttektar Ríkisendurskoðunar á sjókvíaeldi. Einnig segir hann að auglýsing frá árinu 2004 og störf í NASCO geri sig ekki vanhæfan. 10. febrúar 2023 12:15
Léttir að skýrslan sé komin fyrir sjónir almennings Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að stofnunin hafi þurft að berjast fyrir fjárveitingum til að geta staðið undir eftirliti með sjókvíaeldi og öðrum lögbundnum verkefnum. Það væri léttir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi væri nú komin fyrir sjónir almennings. 10. febrúar 2023 11:54
Vilja láta banna fiskeldi í sjókvíum Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg. 9. febrúar 2023 13:31
Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44
Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis. 7. febrúar 2023 19:39
Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. 9. mars 2022 23:15
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43