Helvítisgjáin í Garðabænum! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:01 Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar