Ísak Snær meiddur og missir af fyrsta leik tímabilsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2023 20:01 Ísak Snær Þorvaldsson við undirskriftina hjá Rosenborg. Mynd/Rosenborg Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg, er staddur með liðinu á Spáni þrátt fyrir fréttir um annað. Hann missir hins vegar af bikarleik gegn Patrik Sigurði Gunnarssyni og félögum í Viking. Fyrr í dag birti Fótbolti.net frétt þess efnis að Ísak Snær væri meiddur og væri því ekki með Rosenborg á Spáni þar sem liðið er í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í norsku úrvalsdeildinni. Ísak Snær svaraði fréttinni með því að birta myndband sem sjá má hér að neðan. Þar segir Ísak veðrið verulega gott í Noregi og að hann sé ekki á Spáni. Það er þó deginum ljósara að leikmaðurinn er á Spáni. Helvíti gott veður í noregi not in Spain https://t.co/LNmoZdEPs5 pic.twitter.com/qynC9BGJPL— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) February 20, 2023 Það er þó staðfest að Ísak Snær hafi meiðst áður en Rosenborg hélt til Spánar. Á vef félagsins segir að hann hafi meiðst fyrir tæpum þremur vikum á vöðva en verði klár þegar leikar hefjast í norsku úrvalsdeildinni þann 10. apríl næstkomandi. Rosenborg mætir Viking í fyrstu umferð deildarinnar en liðin eigast einnig við í norska bikarnum þann 12. mars næstkomandi. Ísak Snær missir hins vegar af þeim leik. Ísak Snær samdi við Rosenborg síðasta haust eftir frábært tímabil með Breiðabliki þar sem liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hann var annar Íslendingurinn sem liðið fékk til sín á stuttum tíma en um mitt sumar var Kristall Máni Ingason keyptur frá Víking. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Fyrr í dag birti Fótbolti.net frétt þess efnis að Ísak Snær væri meiddur og væri því ekki með Rosenborg á Spáni þar sem liðið er í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í norsku úrvalsdeildinni. Ísak Snær svaraði fréttinni með því að birta myndband sem sjá má hér að neðan. Þar segir Ísak veðrið verulega gott í Noregi og að hann sé ekki á Spáni. Það er þó deginum ljósara að leikmaðurinn er á Spáni. Helvíti gott veður í noregi not in Spain https://t.co/LNmoZdEPs5 pic.twitter.com/qynC9BGJPL— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) February 20, 2023 Það er þó staðfest að Ísak Snær hafi meiðst áður en Rosenborg hélt til Spánar. Á vef félagsins segir að hann hafi meiðst fyrir tæpum þremur vikum á vöðva en verði klár þegar leikar hefjast í norsku úrvalsdeildinni þann 10. apríl næstkomandi. Rosenborg mætir Viking í fyrstu umferð deildarinnar en liðin eigast einnig við í norska bikarnum þann 12. mars næstkomandi. Ísak Snær missir hins vegar af þeim leik. Ísak Snær samdi við Rosenborg síðasta haust eftir frábært tímabil með Breiðabliki þar sem liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hann var annar Íslendingurinn sem liðið fékk til sín á stuttum tíma en um mitt sumar var Kristall Máni Ingason keyptur frá Víking.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira