Stærsti erlendi fjárfestirinn selur í ISB fyrir nærri þrjá milljarða
![Markaðsvirði Íslandsbanka er um 256 milljarðar og hefur hækkað um liðlega tíu prósent frá því að tilkynnt var um mögulegan samruna við Kviku banka.](https://www.visir.is/i/ED7D58D2B90725CAC13143E2996A916236AEA51266763036E0AB1AAC452657B4_713x0.jpg)
Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem hefur verið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Íslandsbanka frá skráningu á markað sumarið 2021, hefur minnkað hlut sinn í bankanum um meira en fimmtung í þessum mánuði. Sala félagsins kemur í kjölfar þess að tilkynnt var um samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku.