„Við munum mæta mjög orkumiklir“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 11:00 Aron Dagur Pálsson er klár í slaginn gegn PAUC í kvöld. VÍSIR/VILHELM Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. „Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira