Stefna Ólafar Helgu þingfest síðdegis Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 10:25 Félagsdómur er til húsa hjá Landsrétti í Kópavogi. Stefna Ólafar Helgu verður tekin fyrir þar síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, segist vonast til þess að félagsdómur hlýði á málflutning um stefnu hennar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara fyrir helgi. Stefna hennar um að Eflinarfólk fái að greiða atkvæði um tillöguna verður þingfest í dag. Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Ólöf Helga stefndi Alþýðusambandi Íslands vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins (SA) og íslenska ríkinu til þess að knýja á um að félagsfólk í Eflingu fengi að greiða atkvæði um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í kjaradeilunni hatrömmu á milli Eflingar og SA á föstudag. Stefnan verður þingfest hjá félagsdómi klukkan 16:00 í dag. Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu, segir að búast megi við að dómari veiti stuttan frest til þess að skila greinargerðum í málinu og að vonast til að hægt verði að flytja það á næstu dögum. „Ég vonast til þess að það verði hægt að fjalla um þetta fyrir helgi. Ég held að þetta sé raunhæft að segja öðru hvoru megin við helgi,“ segir hann við Vísi. Aðalkrafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna verði lokið nú á fimmtudag þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að sáttasemjari lagði tillöguna fram. Ljóst er þó að niðurstaða félagsdóms fæst ekki í tæka tíð til þess. Halldór segir það gefa augaleið að málið þurfi á flýtimeðferð félagsdóms að halda. „Það væri mjög gott að félagsdómur fengi að fjalla um þetta áður en hér fer allt í frekari verkföll og verkbönn í næstu viku,“ segir Halldór en Eflingarfólk hefur samþykkt frekari verkfallsaðgerðir á sama tíma og Samtök atvinnulífsins boðar verkbann á fleiri en 20.000 félagsmenn Eflingar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36