Loka Laugargerðisskóla: Kostnaður við hvert barn tæpar ellefu milljónir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 15:11 Laugargerðisskóla verður lokað í lok þessa skólaárs. Laugagerðisskóli Ákvörðun hefur verið tekin um að loka Laugargerðisskóla, sveitaskóla í miðjum Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á fundi sveitastjórnar Eyja-og Miklaholtshrepps síðastliðinn mánudag, var ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita grunn- og leikskólaþjónustu fyrir hreppinn á næsta skólaári. Kostnaður við hvert barn í skólanum eru tæpar ellefu milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér: Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samþykki Stykkishólmur þetta mun það þýða að skólastarfi í Laugargerðisskóla verður endanlega slitið í lok skólaársins 2022-2023. Sigurbjörg Ottosen, oddviti, segir í samtali við Skessuhorn að ákvörðunin sé erfið en mjög ígrunduð. „Rekstur skólans hefur verið þungur síðustu ár og sér sveitarstjórn enga leið til að skera meira niður í skólastarfinu án þess að það komi verulega niður á þjónustu við nemendur,“ segir Sigurbjörg. Brúttókostnaður við hvern nemanda meira en tíu milljónir Alls stunda fimmtán börn nám við Laugargerðisskóla í 1. – 9.bekk. Átta starfsmenn starfa við skólann að meðtöldum skólastjóra, kennurum, ræstitækni og matráði og fleirum. Rekstur skólans hefur verið mjög þungur síðustu ár. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér yfirlit yfir rekstrarkostnað síðastliðið haust. Þar kemur fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Laugargerðisskóla árið 2021 var 10,6 milljónir króna.Í frétt Skessuhorns er tekið fram að brúttókostnaður á hvern nemanda í Grunnskóla Stykkishólms fyrir árið 2021 var 2,5 milljónir. Ákveðið hefur verið að óska eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum úr Eyja- og Miklaholtshrepp grunn- og leikskólaþjónustu.Vísir/Jóhann K Óljóst hvað verður um húsnæðið Húsnæði skólans er komið til ára sinna og fyrir liggur að ráðast þurfi í talsverðar framkvæmdir og viðhald. Rakavandamál hafa orsakað slæm loftgæði í skólahúsinu og einkenna vegna myglu orðið vart hjá bæði starfsfólki og nemendum. „Við erum nú þegar á undanþágu frá Vinnueftirlitinu með stórar athugasemdir varðandi húsnæðið sem ógjörningur er fyrir okkur að fara í eins og staðan er núna,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir of snemmt að segja til um hvert framhaldið verði varðandi húsnæðið. Enginn byggingarfulltrúi er í sveitarfélaginu svo kostnaðarmat um viðhald liggur ekki fyrir. Þá segir hún að það sé vissulega blóðtaka að loka einum stærsta vinnustað sveitarfélagsins og það sé ekki gert nema að vel ígrunduðu máli. Stöð 2 fjallaði um Laugargerðisskóla og samfélagið í Hnappadal í þættinum Um land allt fyrir tíu árum. Þáttinn má sjá hér:
Eyja- og Miklaholtshreppur Stykkishólmur Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira