„Á ekki von á að við fáum fleiri stig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 14:01 HK hefur aðeins unnið einn leik í vetur. Vísir/Vilhelm Meiðsli hafa gert HK erfitt fyrir í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Fall blasir við ungu liði. Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni. Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni.
Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn