„Á ekki von á að við fáum fleiri stig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 14:01 HK hefur aðeins unnið einn leik í vetur. Vísir/Vilhelm Meiðsli hafa gert HK erfitt fyrir í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Fall blasir við ungu liði. Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni. Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Mæðgurnar Hafdís Ebba Guðjónsdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru gestir Sigurlaugar Rúnarsdóttur í Kvennakastinu þar sem gengi HK var til umræðu. Valgerður Ýr hefur leikið HK en er frá vegna barneigna og Hafíds, móðir hennar, þekkir einnig vel til hjá liðinu eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá HK um árabil. HK hefur átt erfitt tímabil og situr í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 17 umferðir. Liðið á fjóra leiki eftir, þar á meðal gegn toppbaráttuliðum Vals og Stjörnunnar, en þarf í raun að vinna alla þá leiki sem það á eftir til að komast upp fyrir Selfoss í næstneðsta sætið og eiga þannig möguleika á að halda sæti sínu. „Er þetta fall í ár?“ spyr þáttastjórnandinn Sigurlaug. „Þetta er brekka,“ segir Hafdís Ebba. „Staðan er bara þannig, hún sýnir það með tvö stig og ég á ekki von á að við fáum fleiri stig.“ Töluverð skakkaföll eru í leikmannahópi HK, Valgerður er frá þar sem hún er ólétt og þær Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir eru á meiðslalistanum. Berglind spilaði þrjá leiki í upphafi móts en hefur ekki spilað síðan. Elna hefur þá ekkert leikið í vetur. „Berglind og Elna eru bara ennþá meiddar. Þær fóru báðar í aðgerð í fyrra á hnénu. Berglind er enn með einhvern vökva inni á hnénu og ekki vitað hvenær hún kemur til baka. Það er eitthvað aðeins styttra í Elnu, ég held hún sé bjartsýn á miðjan mars,“ segir Valgerður um meiðsli þeirra. Þá er Tinna Sól Björgvinsdóttir enn frá eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl. Líkt og Elna hefur hún ekkert spilað fyrir HK í vetur. „Tinna er bara á sama stað alltaf. Hún er dálítið upp og niður, stundum þegar maður hittir hana er hún bara góð og svo koma erfiðir dagar. Ég held það sé líka tengt álagi í vinnu og skóla og slíku, hvernig hún er,“ „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, rétt fyrir tímabil, að missa þær þrjár. Það er stórt skarð að fylla. Þetta er rosalega ungur hópur, þær eru rosalega góðar í handbolta en þær eru líka bara 17 ára margar hverjar og það er meira en að segja það,“ segir Valgerður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan. Þar rekja mæðgurnar sinn handboltaferil og rætt enn frekar um það sem ber hæst í Olís-deildinni.
Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira