Björn Bjarnason hundskammar Moggamenn Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2023 14:14 Björn Bjarnason og Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins. Birni brá þegar hann sá langa grein eftir sendiherra Rússa í Mogganum í gær, grein sem gengur harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins, að mati Björns. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og ritstjórnarfulltrúi Morgunblaðsins, hundskammar Morgunblaðið fyrir að hafa birt athugasemdalaust grein eftir Mikhael Noskov, sendiherra Rússa sem Björn segir lygaþvætting. Björn Bjarnason, sem var um áratugaskeið afar handgenginn Davíð Oddssyni, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á hinum pólitíska vettvangi, hundskammar blaðið í pistil sem hann birtir á heimasíðu sinni. En Björn hefur löngum verið talinn einn helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Áður en að ákúrum Björns gagnvart Morgunblaðinu kemur rekur hann það hvernig Rússar hafi farið offari á alþjóðavettvangi, Rússland sé jafnvel lokaðara Sovétríkin voru á sínum tíma og ýmis ríki hafi gripið til þess að reka sendiráðsfulltrúa úr landi vegna undirróðursstarfsemi og njósna. Hann telur einsýnt að Íslendingar eigi að reka sendiherra Rússa af landi brott. „Hér heyrist hvorki hósti né stuna frá íslenskum stjórnvöldum þótt Mikhail Noskov, sendiherra Rússa, fari móðgandi orðum um utanríkisráðherra Íslands og rægi Íslendinga og íslenskt samfélag í rússneskum fjölmiðlum.“ Birni brá í brún þegar hann fletti Morgunblaðinu í gær og sá sér til skelfingar grein eftir sendiherra Rússa, grein sem gengur að sögn Björns harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins: Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.skjáskot Steininn tók þó úr hvað langlundargeð Björns gagnvart Rússum varðar þegar hann opnaði Morgunblað sitt í gær. Þar blasti við grein eftir Roskov. „Í tilefni af ársafmæli blóðugrar og grimmdarlegrar innrásar Rússa í Úkraínu birti Morgunblaðið miðvikudaginn 22. febrúar ómerkilega áróðursgrein eftir þennan rússneska sendiherra. Greinin brýtur ekki aðeins allar reglur blaðsins um lengd aðsendra greina heldur gengur hún harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins. Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.“ Björn lýkur pistli sínum á að segja að verðugt væri að „minnast eins árs afmælis stríðs Rússa með því að skipa sendiherranum að yfirgefa Ísland. Hlutverk hans er ekki að virða fullveldi Íslands heldur að grafa undan því og friði í okkar heimshluta.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Utanríkismál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Björn Bjarnason, sem var um áratugaskeið afar handgenginn Davíð Oddssyni, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á hinum pólitíska vettvangi, hundskammar blaðið í pistil sem hann birtir á heimasíðu sinni. En Björn hefur löngum verið talinn einn helsti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum. Áður en að ákúrum Björns gagnvart Morgunblaðinu kemur rekur hann það hvernig Rússar hafi farið offari á alþjóðavettvangi, Rússland sé jafnvel lokaðara Sovétríkin voru á sínum tíma og ýmis ríki hafi gripið til þess að reka sendiráðsfulltrúa úr landi vegna undirróðursstarfsemi og njósna. Hann telur einsýnt að Íslendingar eigi að reka sendiherra Rússa af landi brott. „Hér heyrist hvorki hósti né stuna frá íslenskum stjórnvöldum þótt Mikhail Noskov, sendiherra Rússa, fari móðgandi orðum um utanríkisráðherra Íslands og rægi Íslendinga og íslenskt samfélag í rússneskum fjölmiðlum.“ Birni brá í brún þegar hann fletti Morgunblaðinu í gær og sá sér til skelfingar grein eftir sendiherra Rússa, grein sem gengur að sögn Björns harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins: Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.skjáskot Steininn tók þó úr hvað langlundargeð Björns gagnvart Rússum varðar þegar hann opnaði Morgunblað sitt í gær. Þar blasti við grein eftir Roskov. „Í tilefni af ársafmæli blóðugrar og grimmdarlegrar innrásar Rússa í Úkraínu birti Morgunblaðið miðvikudaginn 22. febrúar ómerkilega áróðursgrein eftir þennan rússneska sendiherra. Greinin brýtur ekki aðeins allar reglur blaðsins um lengd aðsendra greina heldur gengur hún harkalega gegn heilbrigðri skynsemi lesenda blaðsins. Það er í raun móðgun við þá að dreifa slíkum lygum í þúsundum eintaka.“ Björn lýkur pistli sínum á að segja að verðugt væri að „minnast eins árs afmælis stríðs Rússa með því að skipa sendiherranum að yfirgefa Ísland. Hlutverk hans er ekki að virða fullveldi Íslands heldur að grafa undan því og friði í okkar heimshluta.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Utanríkismál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira