Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 14:55 Bíllinn var dreginn á land í morgun. Vísir/Egill Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan ellefu sem viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um bíl í sjónum í Skerjafirði. Kafarar frá slökkviliðinu leituðu á svæðinu en niðurstaðan var að enginn væri í vatninu. Vísbendingar voru um að ökumaður hefði komist úr bílnum. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, segir ljóst að ökumaðurinn hafi verið kona sem fyrr um morguninn hafði sést köld og illa áttuð á göngu nærri Nauthólsvík. Lögregla hefði fljótlega eftir útkallið um bílinn tengt útköllin tvö saman. Göngustígur liggur í kringum dælustöðina þar sem bíllinn fannst úti í sjó.Vísir/Egill Konan var það köld að ákveðið var að fara með hana á bráðamóttöku Landspítala. Ásmundur segir ökumann sem betur fer hafa slasast mjög lítið. Tildrög slyssins eru ókunn. „Þetta fór eins vel og hægt var, fyrst þetta varð að fara svona,“ segir Ásmundur. Málið fari í sinn eðlilega farveg. Ástand ökumanns sé rannsakað, blóðsýni sett í rannsókn og þar fram eftir götunum. Ekki þurfi að fjölyrða um að þar sem bíllinn fór út í sjó er engin akbraut heldur göngu- og hjólastígur. Kafarar frá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Ásmundur segir engar skemmdir hafa orðið á mannvirkjum eða neitt þannig á svæðinu. Bíllinn er eðli máls samkvæmt illa farinn en um er að ræða bíl í eigu bílaleigunnar Avis. Halldór Vilberg Ómarsson, verkefnastjóri hjá Avis, sagði bílaleiguna ekki hafa fengið tilkynningu um málið. Hann hefði þó fengið staðfest að um væri að ræða bíl í eigu bílaleigunnar. „Í svona tilvikum bíðum við eftir því að það komi einhvers konar skýrsla frá lögreglu,“ segir Halldór Vilberg. Starfsmenn Króks komu að því að draga bílinn yfir grjótgarðinn og upp á fast land.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Bílaleigur Tengdar fréttir Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerjafjörð Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu. 23. febrúar 2023 11:02