Dreymir um að spila fyrir Barcelona og PSG og nennir ekki að standa bara í horninu í vörn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2023 09:01 Stiven Tobar Valencia hefur slegið í gegn með Val í Evrópudeildinni í vetur. Stiven Tobar Valencia kveðst þakklátur fyrir að vera valinn í íslenska landsliðið. Hann dreymir um að spila fyrir stærstu lið Evrópu. Stiven er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu sem mætir Tékklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. „Ég er tilbúinn í að taka næsta skref. Ég viðurkenni að þegar ég fékk símtalið fékk ég fiðring í magann,“ sagði Stiven í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stiven segist lengi hafa dreymt um að spila fyrir landsliðið. „Já, ég að alla sem eru í þessu sporti dreymi um að spila fyrir þjóðina og á þessu stóra sviði sem það er að spila með landsliðinu. Ég er mjög spenntur að koma á æfingu og hitta strákana.“ Stiven nýtur þess í botn að spila með Íslands- og bikarmeisturum Vals. „Við náum mjög vel saman. Það þarf mjög mikið til að toppa þessi ár mín í Val. Þetta er eitthvað sem ég held að allir nái ekki að upplifa. Stemmningin í Val og hvernig við spilum saman þetta er bara gæsahúð,“ sagði hornamaðurinn knái. Klippa: Viðtal við Stiven Stiven stefnir hátt og á sér draum um að spila í atvinnumennsku. Og það ekki með neinum smá liðum. „Síðan ég hef verið polli hefur það alltaf verið Barcelona, PSG, svona stór lið. En ég er opinn fyrir öllu,“ sagði Stiven sem hefur orðið var við áhuga erlendra félaga. Hann leggur mikla rækt við varnarleikinn og vill spila sem bakvörður í vörn. „Hann skiptir mig mjög miklu máli. Mér finnst það koma mér meira inn í leikinn frekar en að standa bara í horninu og hlaupa fram og til baka og vera í einhverju píptesti. Það er gott að taka vörnina líka. Ef maður skítur upp á bak í sókninni getur maður bakkað sig upp í vörninni,“ sagði Stiven. Horfa má á viðtalið við Stiven í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Stiven er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu sem mætir Tékklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. „Ég er tilbúinn í að taka næsta skref. Ég viðurkenni að þegar ég fékk símtalið fékk ég fiðring í magann,“ sagði Stiven í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stiven segist lengi hafa dreymt um að spila fyrir landsliðið. „Já, ég að alla sem eru í þessu sporti dreymi um að spila fyrir þjóðina og á þessu stóra sviði sem það er að spila með landsliðinu. Ég er mjög spenntur að koma á æfingu og hitta strákana.“ Stiven nýtur þess í botn að spila með Íslands- og bikarmeisturum Vals. „Við náum mjög vel saman. Það þarf mjög mikið til að toppa þessi ár mín í Val. Þetta er eitthvað sem ég held að allir nái ekki að upplifa. Stemmningin í Val og hvernig við spilum saman þetta er bara gæsahúð,“ sagði hornamaðurinn knái. Klippa: Viðtal við Stiven Stiven stefnir hátt og á sér draum um að spila í atvinnumennsku. Og það ekki með neinum smá liðum. „Síðan ég hef verið polli hefur það alltaf verið Barcelona, PSG, svona stór lið. En ég er opinn fyrir öllu,“ sagði Stiven sem hefur orðið var við áhuga erlendra félaga. Hann leggur mikla rækt við varnarleikinn og vill spila sem bakvörður í vörn. „Hann skiptir mig mjög miklu máli. Mér finnst það koma mér meira inn í leikinn frekar en að standa bara í horninu og hlaupa fram og til baka og vera í einhverju píptesti. Það er gott að taka vörnina líka. Ef maður skítur upp á bak í sókninni getur maður bakkað sig upp í vörninni,“ sagði Stiven. Horfa má á viðtalið við Stiven í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira