Læstur sími gerir lögreglunni erfitt fyrir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 18:59 Maðurinn hefur ekki fengist til að gefa lögreglu lykilorðið á símanum. Vísir/Vilhelm/Getty Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið. Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar. Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Sjá meira
Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar.
Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Sjá meira