Læstur sími gerir lögreglunni erfitt fyrir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 18:59 Maðurinn hefur ekki fengist til að gefa lögreglu lykilorðið á símanum. Vísir/Vilhelm/Getty Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið. Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar. Dómsmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar.
Dómsmál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira