Það er munur á Tene og Tortóla Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. febrúar 2023 14:01 Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Íslenska krónan Verðlag Húsnæðismál Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun