Seðlabanki á hálum ís Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2023 14:30 Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn er ekki öfundsverður þessi misserin. Verðbólga er mikil og þrálát. Vextir eru háir. Ríkisútgjöld eru ósjálfbær. Almenningur hagar ekki eyðslu sinni eins og best væri. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið þaninn. Skuldarar eru að færa húsnæðislánin sín yfir í verðtryggð lán. Tími lágra vaxta og lágrar verðbólgu horfinn sjónum. Gengi krónunnar hagar sér ekki rétt þrátt fyrir inngrip Seðlabankans og spár bankans um gengi og verðbólgu hafa ekki gengið eftir. Til þess að bæta gráu ofan á svart er vaxandi umræða um að betra væri fyrir okkur öll að hætta að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil og taka þess í stað upp evru. Vandratað er meðalhófið Það getur verið vandratað að haga máli sínu þannig að ekki sé stigið út fyrir þann ramma sem Seðlabankanum er settur og falla í þá freistni að stíga inn á svið stjórnmálanna, siða fólk aðeins til og jafnvel gæta ekki hlutlægni eða hófsemi í málflutningi sínum. Dæmi um þetta er þegar seðlabankastjórinn sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að það væri nokkuð ljóst að ef Ísland væri með evruna þá væri verðbólga miklu hærri en raun ber vitni og benti á því til sönnunar að mörg smærri Evrópulönd, eins og baltnesku löndin, væru með 20 prósenta verðbólgu eða meira. Hér er seðlabankastjóri á hálum ís þegar hann rökstyður mál sitt með hálfsannleik til þess gera lítið úr umræðu um kosti sem gætu fylgt evrunni fyrir Ísland. Það er vissulega rétt að í þessum löndum er mikil verðbólga, en það á sér skýringar sem má að stórum hluta rekja til innrásar Rússa í Úkraínu og því ansi mikil einföldun að skella skuldinni allri á evruna. Hin hliðin á peningnum Hinu sleppir seðlabankastjórinn, og það er ámælisvert, að nefna að smærri ríki á borð við Möltu, Kýpur og Lúxemborg eru með muni minni verðbólgu en við og mun lægri vexti. Þá er verðbólga líka lægri á Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Portúgal, Belgíu, Hollandi, Grikklandi, Finnlandi og Slóveníu. Þar eru líku mun lægri vextir. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa evruna sem gjaldmiðil. Það virðist hins vegar ekki henta málflutningi og rökstuðningi seðlabankastjórans fyrir því að Ísland ætti ekki að taka upp evru. Önnur þróun Evran er ekki töfralausn og þau ríki sem hana hafa verða að ástunda góða hagstjórn. En auðvitað hníga rök til þess að þróunin hér á landi undanfarin ár hefði verið önnur ef Ísland hefði verið með evru. Við hefðum þurft að sýna meiri aga í hagstjórn, það blasir við. Seðlabankinn hefði ekki getað prentað eins mikið af peningum í COVID og hann gerði og þar með ekki getað kynt undir fasteignabóluna sem við höfum sopið seyðið af. Þá hefði halli ríkissjóðs ekki getað orðið eins mikill og raun ber vitni. Að þessu gefnu hefði verðbólga aldrei orðið eins mikil og hún hefur orðið, vextir ekki eins háir, og átökin á vinnumarkaði þar með varla eins hörð. Króna vegna krónu Færa má mjög sterk rök fyrir því að með krónunni þurfum við háa vexti. Að minnsta kosti kennir sagan okkur það. Ólíklegt er að með evru hefðu þau efnahagslegu skilyrði sem hér hafa verið rakin getað skapast. Eiginlega má draga helstu rökin fyrir því að hafa krónu saman þannig að við þurfum krónu vegna þess að við erum með krónu! Það er auðvitað hringskýring og rökleysa. Þau ykkar sem viljið þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við ESB eru hvött til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni og skrá sig á www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun