„Hann er bara kaup ársins“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:00 Bergur Elí Rúnarsson á flugi inn úr hægra horninu í sigrinum gegn PAUC. Hann nýtti öll sex skot sín í leiknum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda. Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur. Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur.
Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30
Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53