Móðir í fangelsi eftir forsjárdeilu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 20:16 Móðirin kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Vísir/Vilhelm Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna. Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Foreldrar barnanna voru í skráðri sambúð og héldu sameiginlegt heimili þegar móðirin ákvað að fara með börnin úr landi. Héraðssaksóknari höfðaði málið og var móðirin ákærð fyrir sifskaparbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Með hagsmuni barnanna að leiðarljósi Móðirin krafðist sýknu og kvaðst hafa farið með börnin úr landi með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Hún sagðist hafa kynnst föður þeirra árið 2007 þegar hún kom hingað til lands til háskólanáms. Þau hefðu fljótlega byrjað saman en á sambúðartímanum hafi faðir barnanna beitt hana alls konar ofbeldi. Hún óttaðist föður barnanna enn. Móðirin kvaðst hafa verið heimavinnandi og aðal ummönunaraðili barnanna. Hún sagði föðurinn hafa keyrt fjölskylduna á flugvöllinn, þar sem hún tilkynnti honum að sambúðinni væri lokið. Faðirinn hafi ekki haft samband við þau og enginn samningsvilji hafi verið til staðar, þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá barnanna. Hafði samband við lögreglu Faðirinn fullyrti hins vegar að þau bæði hefðu annast um börnin á sambúðartímanum. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar hafi verið sumarfrí á ónefndum stað sem ekki hafi þótt óeðlilegt. Föðurnum sagðist hafa brugðið þegar móðirin tilkynnti að sambúðinni væri lokið. Hann hafi sent upplýsingar til lögreglu um að til stæði að fara með börnin úr landi og alrangt væri að hann hefði ekið móður og börnum út á flugvöll. Hann sagðist ekkert hafa fengið að ræða við börnin sín síðan, nema við meðferð annars dómsmáls hér á landi, þrátt fyrir að hafa margbeðið um það. Tengt mál bíður úrskurðar Héraðsdómur dæmdi í málinu fyrir ári síðan og Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Héraðsdómur sagði framburð föðurins um að hann væri andvígur því að móðirin færi með börnin úr landi ætti stoð í tölvupóstsamskiptum við lögreglu. Fyrir liggi Facebook Messenger samskipti sem styðji hug föðurins. Ekkert lægi fyrir um það að faðirinn hefði beitt móðurina ofbeldi á sambúðartímanum. Forsjá hafi verið sameiginleg og móðirin því svipt föður forsjá með aðgerðunum. Tengt mál foreldranna bíður úrskurðar Hæstaréttar en Landsréttur kvað upp úrskurð árið 2020 um að börnin skyldu koma hingað til lands innan tveggja vikna.
Dómsmál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira