„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 21:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum