„Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 16:07 Leikarar Borgarleikhússins segjast finna fyrir aukinni drykkju sem hafi truflandi áhrif í för með sér. vísir/vilhelm Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. „Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum. Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum.
Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira