Spennufíklar geri sig klára fyrir sviflínurnar úr Kömbunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2023 20:06 Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri verkefnisins að kynna það í opnu húsi hjá D-listanum í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spennufíklar geta nú látið sig fara að hlakka til því nú styttist óðum í að hægt verði að renna sér í tveimur sviflínum úr kömbum niður að þjónustuhúsinu Reykjadal við Hveragerði. Á næsta ári verðu svo opnuð sleðabraut á sömu leið. Hallgrímur Kristinsson frá „Mega Zipline Iceland” var gestur á opnum fundi sjálfstæðismanna í Hveragerði nýlega þar sem hann kynnti starfsemi fyrirtækisins og þá staðreynd að í júní í sumar verður sviflínan úr kömbunum niður í Reykjadal opnuð almenningi. Nú þegar er búið að bóka stóra hópa í línuna og mikill áhugi og spenna fyrir verkefninu hjá erlendum ferðaskrifstofum. „Já, við eru loksins að fara að opna skemmtilegustu afþreyingu landsins og það er sviflínan, „Mega Zipline”, sem verður langstærsta og skemmtilegasta sviflína landsins og ég vil meina skemmtilegasta afþreying á landinu öllu. Þetta verða tvær kílómetra línur, sem ná úr kömbunum og alla leið niður að Árhólmum við þjónustuhúsið í Reykjadal og þar verður einnig afgreiðslan okkar og þar tökum við á móti fólki,” segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri verkefnisins. Hallgrímur segir að þeir, sem munu þora að fara í ferð munu upplifa stórkostlegt landslag á leiðinni niður. „Það er alveg magnað að vera á þessu svæði og hafa reykinn stígandi upp úr öllum hlíðum og við vitum öll hvað það eru fallegar gönguleiðir þarna í kring, þannig að það er hægt að gera góðan dag með því að ganga upp í Reykjadal, baða sig, ganga þar upp eða hjóla og koma svo og taka eina bunu í lok dags,” segir Hallgrímur. Og næsta sumar, sumarið 2024 er ætlunin að opna sleðabraut á sömu slóð og línurnar fáist leyfi til þess. „Þá ertu komin með risastórt afþreyingarsvæði fyrir alla fjölskylduna í Hveragerði. Bæjarfélagið er frábærlega staðsett fyrir svona starfsemi, bæði fyrir það vera með mjög fallegt sveitarfélag og þá er það líka einstaklega vel staðsett. Bæjarfélagið er aðeins út fyrir borgina en á Suðurlandi þar sem að við vitum að mesta traffíkina af ferðamönnum er, og svo er þetta auðvitað auðvelt fyrir Íslendinga, sem búa á svæðinu,” segir Hallgrímur enn fremur. Ef allt gengur upp þá verður sleðabraut opnuð á sama stað og sviflínurnar sumarið 2024.Aðsend Heimasíða fyrirtækisins Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson frá „Mega Zipline Iceland” var gestur á opnum fundi sjálfstæðismanna í Hveragerði nýlega þar sem hann kynnti starfsemi fyrirtækisins og þá staðreynd að í júní í sumar verður sviflínan úr kömbunum niður í Reykjadal opnuð almenningi. Nú þegar er búið að bóka stóra hópa í línuna og mikill áhugi og spenna fyrir verkefninu hjá erlendum ferðaskrifstofum. „Já, við eru loksins að fara að opna skemmtilegustu afþreyingu landsins og það er sviflínan, „Mega Zipline”, sem verður langstærsta og skemmtilegasta sviflína landsins og ég vil meina skemmtilegasta afþreying á landinu öllu. Þetta verða tvær kílómetra línur, sem ná úr kömbunum og alla leið niður að Árhólmum við þjónustuhúsið í Reykjadal og þar verður einnig afgreiðslan okkar og þar tökum við á móti fólki,” segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri verkefnisins. Hallgrímur segir að þeir, sem munu þora að fara í ferð munu upplifa stórkostlegt landslag á leiðinni niður. „Það er alveg magnað að vera á þessu svæði og hafa reykinn stígandi upp úr öllum hlíðum og við vitum öll hvað það eru fallegar gönguleiðir þarna í kring, þannig að það er hægt að gera góðan dag með því að ganga upp í Reykjadal, baða sig, ganga þar upp eða hjóla og koma svo og taka eina bunu í lok dags,” segir Hallgrímur. Og næsta sumar, sumarið 2024 er ætlunin að opna sleðabraut á sömu slóð og línurnar fáist leyfi til þess. „Þá ertu komin með risastórt afþreyingarsvæði fyrir alla fjölskylduna í Hveragerði. Bæjarfélagið er frábærlega staðsett fyrir svona starfsemi, bæði fyrir það vera með mjög fallegt sveitarfélag og þá er það líka einstaklega vel staðsett. Bæjarfélagið er aðeins út fyrir borgina en á Suðurlandi þar sem að við vitum að mesta traffíkina af ferðamönnum er, og svo er þetta auðvitað auðvelt fyrir Íslendinga, sem búa á svæðinu,” segir Hallgrímur enn fremur. Ef allt gengur upp þá verður sleðabraut opnuð á sama stað og sviflínurnar sumarið 2024.Aðsend Heimasíða fyrirtækisins
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent