Veitingamönnum beri engin lagaleg skylda til að fylgja verkbanni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 21:30 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT, segir þau þurfa öðruvísi samning en Efling og Samtök atvinnulífsins eru að skoða. Vísir/Steingrímur Dúi Forseti ASÍ gerir ráð fyrir að niðurstaða vegna boðunar verkbanns SA, sem þau telja ólögmæta, liggi fyrir í Félagsdómi áður en verkbannið á að hefjast á fimmtudag. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. Samtökin hafa vísað viðræðum við Eflingu um eigin samninga til ríkissáttasemjara. Kjaradeilan hefur verið í kyrfilegum hnút um nokkurn tíma en langt virðist enn milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Settur ríkissáttasemjari hefur ekki boðað nýjan fund en veltir næstu skrefum fyrir sér. Forsvarsmenn SA og Eflingar segjast tilbúin til að slíðra sverðin þegar og ef kallið kemur. Reynt hefur verið á ýmsa þætti deilunnar fyrir dómstólum og í gær var greint frá því að ASÍ hafi fyrir hönd Eflingar stefnt Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdómi vegna boðaðs verkbanns. Stefnan var afhent Samtökum atvinnulífsins á föstudag og verður málið þingfest klukkan 16:15 á morgun. „Við teljum að það sé ekki verið að uppfylla lög um stéttarfélög og vinnudeilur með þessari boðun á þessu verkbanni og viljum þar af leiðandi láta á það reyna hvort að svo sé,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, og bætir við að ýmsir þættir séu til skoðunar sem verði opinberaðir á morgun. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gærkvöldi segir að það sé mat ASÍ að stjórn SA hafi ekki haft heimild til að boða verkbann auk þess sem atkvæðavægi félagsmanna SA hafi verið ójafnt og formgallar verið á boðuninni sem geri hana ólöglega. „Þetta er mál sem að snertir hreyfinguna í heild sinni og er grundvallaratriði gagnvart okkar félögum og getur auðvitað haft veruleg áhrif inn í framtíðina ef ekkert er að gert,“ segir Kristján um ákvörðunina að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Framkvæmdastjóri SA segir að þau muni taka til varna fyrir Félagsdómi en þau telja boðunina standa. Gert er ráð fyrir að niðurstaða muni liggja í vikunni en mögulegt er að SA reyni aftur ef niðurstaða Félagsdóms verður ASÍ og Eflingu í hag að sögn Kristjáns. „Ef að sú niðurstaða verður, eins og við teljum að muni gerast, þá auðvitað munu þau þurfa að framkvæma þetta aftur með öðrum hætti og uppfylla kröfur sem að lögin setja á þau,“ segir hann. Telja sig ekki hluta af kjaradeilu Eflingar og SA Verkbannið hefst að óbreyttu á fimmtudag en Efling og Samtök atvinnulífsins eru ósammála um hvort þátttaka sé valkvæð eða ekki. Efling segir svo vera og telur verkbannið ekki eiga stöð í lögum en SA segir það rangt, líkt og í tilviki verkfalla hafi þau ekki val um að hlíta lögmætu verkbanni. Einhver fyrirtæki hafa sagt að þau muni ekki hlýða verkbanni en mbl.is greindi frá því í dag að þar á meðal væri Te og Kaffi, sem er undir hatti Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. „Lagalega er engin skylda á samtökum okkar, SVEIT, að hlýða verkbanni SA sem er í kjaradeilu sem við teljum okkur ekki vera hluti af,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, en þau hafa hafnað væntanlegum samningum SA við Eflingu. Það sé undir hverju fyrirtæki fyrir sig komið að taka ákvörðun en þau þurfi ekki að fylgja verkbanninu. Aðalgeir ekki von á að SA muni beita sér gegn þeim fyrirtækjum sem ákveða ekki að hlýða. Ljóst sé að áhrifin yrðu talsverð ef þau þyrftu öll að hlýða verkbanni. „Við erum komin með um 160 fyrirtæki út um allt land og erum að reka hátt í 300 veitingastaði þannig það eru ansi margir Eflingarfélagar hér á höfuðborgarsvæðinu sem heyra undir okkur,“ segir hann. Frá því að samtökin voru stofnuð fyrir ári síðan hafi þau reynt, án árangurs, að eiga í viðræðum við Eflingu um eigin samninga. Þau hafi því sent kröfu til ríkissáttasemjara á föstudag vegna málsins. Umhverfi þeirra sé öðruvísi þar sem starfsfólk vinnur mest utan dagvinnu en samningarnir séu byggðir séu hannaðir fyrir fólk sem vinnur á hefðbundnum vinnutíma. Aðalgeir segir þau ekki tala fyrir lægri launum, heldur þurfi þau einfaldlega öðruvísi samning svo að greinin geti haldið áfram. „Við bara höfum ekki efni á þessum samningum, eins og frá Starfsgreinasambandinu eða miðlunartillögunni, af því sem við höfum fengið að sjá. Reynslan okkar af félagsmönnum utan af landi staðfestir það líka, að við höfum bara ekki ekki efni á þessum samningum,“ segir Aðalgeir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Félagsdómur verði snar í snúningum Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir að gera megi ráð fyrir að Félagsdómur kveði upp dóm í máli sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins í vikunni. Verkbann tekur að öllu óbreyttu gildi hinn 2. mars næstkomandi. 25. febrúar 2023 21:18 Alþýðusamband Íslands stefnir SA vegna verkbanns Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt. Alþýðusambandið telur að ákvörðun um verkbann sé ógild. Málið verður þingfest á mánudaginn. 25. febrúar 2023 18:34 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Kjaradeilan hefur verið í kyrfilegum hnút um nokkurn tíma en langt virðist enn milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Settur ríkissáttasemjari hefur ekki boðað nýjan fund en veltir næstu skrefum fyrir sér. Forsvarsmenn SA og Eflingar segjast tilbúin til að slíðra sverðin þegar og ef kallið kemur. Reynt hefur verið á ýmsa þætti deilunnar fyrir dómstólum og í gær var greint frá því að ASÍ hafi fyrir hönd Eflingar stefnt Samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdómi vegna boðaðs verkbanns. Stefnan var afhent Samtökum atvinnulífsins á föstudag og verður málið þingfest klukkan 16:15 á morgun. „Við teljum að það sé ekki verið að uppfylla lög um stéttarfélög og vinnudeilur með þessari boðun á þessu verkbanni og viljum þar af leiðandi láta á það reyna hvort að svo sé,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, og bætir við að ýmsir þættir séu til skoðunar sem verði opinberaðir á morgun. Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gærkvöldi segir að það sé mat ASÍ að stjórn SA hafi ekki haft heimild til að boða verkbann auk þess sem atkvæðavægi félagsmanna SA hafi verið ójafnt og formgallar verið á boðuninni sem geri hana ólöglega. „Þetta er mál sem að snertir hreyfinguna í heild sinni og er grundvallaratriði gagnvart okkar félögum og getur auðvitað haft veruleg áhrif inn í framtíðina ef ekkert er að gert,“ segir Kristján um ákvörðunina að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Framkvæmdastjóri SA segir að þau muni taka til varna fyrir Félagsdómi en þau telja boðunina standa. Gert er ráð fyrir að niðurstaða muni liggja í vikunni en mögulegt er að SA reyni aftur ef niðurstaða Félagsdóms verður ASÍ og Eflingu í hag að sögn Kristjáns. „Ef að sú niðurstaða verður, eins og við teljum að muni gerast, þá auðvitað munu þau þurfa að framkvæma þetta aftur með öðrum hætti og uppfylla kröfur sem að lögin setja á þau,“ segir hann. Telja sig ekki hluta af kjaradeilu Eflingar og SA Verkbannið hefst að óbreyttu á fimmtudag en Efling og Samtök atvinnulífsins eru ósammála um hvort þátttaka sé valkvæð eða ekki. Efling segir svo vera og telur verkbannið ekki eiga stöð í lögum en SA segir það rangt, líkt og í tilviki verkfalla hafi þau ekki val um að hlíta lögmætu verkbanni. Einhver fyrirtæki hafa sagt að þau muni ekki hlýða verkbanni en mbl.is greindi frá því í dag að þar á meðal væri Te og Kaffi, sem er undir hatti Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. „Lagalega er engin skylda á samtökum okkar, SVEIT, að hlýða verkbanni SA sem er í kjaradeilu sem við teljum okkur ekki vera hluti af,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, en þau hafa hafnað væntanlegum samningum SA við Eflingu. Það sé undir hverju fyrirtæki fyrir sig komið að taka ákvörðun en þau þurfi ekki að fylgja verkbanninu. Aðalgeir ekki von á að SA muni beita sér gegn þeim fyrirtækjum sem ákveða ekki að hlýða. Ljóst sé að áhrifin yrðu talsverð ef þau þyrftu öll að hlýða verkbanni. „Við erum komin með um 160 fyrirtæki út um allt land og erum að reka hátt í 300 veitingastaði þannig það eru ansi margir Eflingarfélagar hér á höfuðborgarsvæðinu sem heyra undir okkur,“ segir hann. Frá því að samtökin voru stofnuð fyrir ári síðan hafi þau reynt, án árangurs, að eiga í viðræðum við Eflingu um eigin samninga. Þau hafi því sent kröfu til ríkissáttasemjara á föstudag vegna málsins. Umhverfi þeirra sé öðruvísi þar sem starfsfólk vinnur mest utan dagvinnu en samningarnir séu byggðir séu hannaðir fyrir fólk sem vinnur á hefðbundnum vinnutíma. Aðalgeir segir þau ekki tala fyrir lægri launum, heldur þurfi þau einfaldlega öðruvísi samning svo að greinin geti haldið áfram. „Við bara höfum ekki efni á þessum samningum, eins og frá Starfsgreinasambandinu eða miðlunartillögunni, af því sem við höfum fengið að sjá. Reynslan okkar af félagsmönnum utan af landi staðfestir það líka, að við höfum bara ekki ekki efni á þessum samningum,“ segir Aðalgeir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Félagsdómur verði snar í snúningum Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir að gera megi ráð fyrir að Félagsdómur kveði upp dóm í máli sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins í vikunni. Verkbann tekur að öllu óbreyttu gildi hinn 2. mars næstkomandi. 25. febrúar 2023 21:18 Alþýðusamband Íslands stefnir SA vegna verkbanns Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt. Alþýðusambandið telur að ákvörðun um verkbann sé ógild. Málið verður þingfest á mánudaginn. 25. febrúar 2023 18:34 Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Félagsdómur verði snar í snúningum Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir að gera megi ráð fyrir að Félagsdómur kveði upp dóm í máli sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins í vikunni. Verkbann tekur að öllu óbreyttu gildi hinn 2. mars næstkomandi. 25. febrúar 2023 21:18
Alþýðusamband Íslands stefnir SA vegna verkbanns Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að stefna SA fyrir Félagsdómi til þess að fá boðað verkbann gegn félagsfólki Eflingar ógilt. Alþýðusambandið telur að ákvörðun um verkbann sé ógild. Málið verður þingfest á mánudaginn. 25. febrúar 2023 18:34
Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. 25. febrúar 2023 14:56
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16