Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2023 10:09 Sólveig Anna er ekki sátt með þögnina í Stjórnarráðinu. Vísir Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. „Á fimmtudaginn rennur upp nýr kafli í sögu landsins. Þá ætla Samtök atvinnulífsins að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi vegna þess að forysta SA getur ekki gert kjarasamning við Eflingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í færslu, sem hún birti á Facebook nú í morgunsárið. Hún segir að í stað þess að mæta kröfum Eflingar af sanngirni, vilji aðildarfélög SA, sem hún kallar íslenska auðstétt, beita 20.609 einstaklinga grófu efnahagslegu ofbeldi og reka fólk launalaust heim. „Svo mikið kappsmál er það SA að tryggja að ekkert raski aðgangi stjóranna að vinnuafli á niðursettu verði að verkbann á vinnuafl höfuðborgarsvæðisins er betri tilhögun en að gera kjarasamning við Eflingu, langstærsta félag verka og láglaunafólks á landinu.“ Gagnrýnir stjórnarliða fyrir að þaga þunnu hljóði Sólveig Anna segir það vera magnaða staðreynd að enginn úr ríkisstjórninni hafi brugðist opinberlega við fyrirhuguðu verkbanni. „Enginn hefur neitt út á það að setja að ráðast skuli að fólkinu sem knýr hér áfram hagvöxtinn, heldur öllu gangandi, greiðir skatta, svo að stjórnmálastéttin geti lifað í vellystingum. Ekki orð. Annað en röfl fáfræðingsins um að ekkert sé nauðsynlegra en að breyta vinnulöggjöfinni svo að treysta megi í sessi einræðisstöðu ríkissáttasemjara. Hefur hnignun stjórnmálanna nokkru sinni verið jafn hræðilega ljós og nú?“ spyr Sólveig Anna. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir breytingum á vinnulöggjöf, vegna vanmáttar hennar gagnvart því að deiluaðilar neiti að afhenda kjörskrár svo unnt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögur ríkissáttasemjara, eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Taka árásinni ekki þegjandi og hljóðalaust Sólveig Anna lýsti því yfir í aðsendri grein hér á Vísi í morgun að hún myndi boða til aðgerða á fimmtudag, fari verkbann SA fram. Hún ítrekar það í færslunni á Facebook. „Ef að einhver manneskja heldur að Efling ætli að taka árás SA þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna og sanna að við höfnum ofríki auðvaldsins og getuleysi stjórnmálanna. Við munum aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Við munum berjast gegn glæpsamlegu verkbanni SA af öllu afli,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
„Á fimmtudaginn rennur upp nýr kafli í sögu landsins. Þá ætla Samtök atvinnulífsins að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi vegna þess að forysta SA getur ekki gert kjarasamning við Eflingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í færslu, sem hún birti á Facebook nú í morgunsárið. Hún segir að í stað þess að mæta kröfum Eflingar af sanngirni, vilji aðildarfélög SA, sem hún kallar íslenska auðstétt, beita 20.609 einstaklinga grófu efnahagslegu ofbeldi og reka fólk launalaust heim. „Svo mikið kappsmál er það SA að tryggja að ekkert raski aðgangi stjóranna að vinnuafli á niðursettu verði að verkbann á vinnuafl höfuðborgarsvæðisins er betri tilhögun en að gera kjarasamning við Eflingu, langstærsta félag verka og láglaunafólks á landinu.“ Gagnrýnir stjórnarliða fyrir að þaga þunnu hljóði Sólveig Anna segir það vera magnaða staðreynd að enginn úr ríkisstjórninni hafi brugðist opinberlega við fyrirhuguðu verkbanni. „Enginn hefur neitt út á það að setja að ráðast skuli að fólkinu sem knýr hér áfram hagvöxtinn, heldur öllu gangandi, greiðir skatta, svo að stjórnmálastéttin geti lifað í vellystingum. Ekki orð. Annað en röfl fáfræðingsins um að ekkert sé nauðsynlegra en að breyta vinnulöggjöfinni svo að treysta megi í sessi einræðisstöðu ríkissáttasemjara. Hefur hnignun stjórnmálanna nokkru sinni verið jafn hræðilega ljós og nú?“ spyr Sólveig Anna. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir breytingum á vinnulöggjöf, vegna vanmáttar hennar gagnvart því að deiluaðilar neiti að afhenda kjörskrár svo unnt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögur ríkissáttasemjara, eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Taka árásinni ekki þegjandi og hljóðalaust Sólveig Anna lýsti því yfir í aðsendri grein hér á Vísi í morgun að hún myndi boða til aðgerða á fimmtudag, fari verkbann SA fram. Hún ítrekar það í færslunni á Facebook. „Ef að einhver manneskja heldur að Efling ætli að taka árás SA þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna og sanna að við höfnum ofríki auðvaldsins og getuleysi stjórnmálanna. Við munum aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Við munum berjast gegn glæpsamlegu verkbanni SA af öllu afli,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00
Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36