Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 20:11 Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“ Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“
Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira