Messi og Putellas valin best Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:01 Þessi þekkja fátt annað en að lyfta verðlaunagripum. Marcio Machado//Getty Images Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld. Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Fótbolti FIFA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023
Fótbolti FIFA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira