„Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2023 09:30 Noomi Rapace ólst að hluta til upp á hér á landi og tengist Íslandi sterkum böndum. Getty/Vittorio Zunino Celotto Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira