„Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2023 09:30 Noomi Rapace ólst að hluta til upp á hér á landi og tengist Íslandi sterkum böndum. Getty/Vittorio Zunino Celotto Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein