Hakimi hafnar ásökunum um nauðgun Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2023 09:01 Achraf Hakimi var á meðal gesta á verðlaunahófi FIFA rétt eftir að fréttir bárust af því að hann sætti lögreglurannsókn vegna meintrar nauðgunar. Getty Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, hefur vísað á bug ásökunum um nauðgun. Hann er sagður sæta lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi. Samkvæmt frönskum miðlum á borð við Le Parisien munu Hakimi og konan hafa kynnst í gegnum Instagram og ákveðið að hittast, en hann er kvæntur tveggja barna faðir. Þau munu svo hafa hist á heimili Hakimi í París síðastliðið laugardagskvöld, og daginn eftir leitaði konan til lögreglu. Lögmaður Hakimi, Fanny Colin, sagði í yfirlýsingu til Le Parisien að leikmaðurinn hefði ekki gert neitt rangt: „Ásakanirnar eru falskar. Hann er rólegur og í höndum réttarkerfisins,“ sagði Colin. Ekkert hefur heyrst frá PSG vegna málsins en fréttir af því tóku að berast á mánudag, aðeins örfáum klukkustundum áður en Hakimi mætti á verðlaunahóf FIFA þar sem besta knattspyrnufólk ársins 2022 var heiðrað. Þar var Hakimi valinn í úrvalslið ársins. AFP hefur einnig leitað eftir viðbrögðum frá lögreglu sem vill ekki tjá sig um málið. Hakimi, sem er 24 ára gamall, var hluti af marokkóska landsliðinu sem sló í gegn á HM í Katar í desember og náði 4. sæti. Hann hefur spilað 61 landsleik og skorað átta mörk. Hakimi gekk í raðir PSG árið 2021 eftir að hafa einnig spilað fyrir Real Madrid, Dortmund og Inter. Franski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Samkvæmt frönskum miðlum á borð við Le Parisien munu Hakimi og konan hafa kynnst í gegnum Instagram og ákveðið að hittast, en hann er kvæntur tveggja barna faðir. Þau munu svo hafa hist á heimili Hakimi í París síðastliðið laugardagskvöld, og daginn eftir leitaði konan til lögreglu. Lögmaður Hakimi, Fanny Colin, sagði í yfirlýsingu til Le Parisien að leikmaðurinn hefði ekki gert neitt rangt: „Ásakanirnar eru falskar. Hann er rólegur og í höndum réttarkerfisins,“ sagði Colin. Ekkert hefur heyrst frá PSG vegna málsins en fréttir af því tóku að berast á mánudag, aðeins örfáum klukkustundum áður en Hakimi mætti á verðlaunahóf FIFA þar sem besta knattspyrnufólk ársins 2022 var heiðrað. Þar var Hakimi valinn í úrvalslið ársins. AFP hefur einnig leitað eftir viðbrögðum frá lögreglu sem vill ekki tjá sig um málið. Hakimi, sem er 24 ára gamall, var hluti af marokkóska landsliðinu sem sló í gegn á HM í Katar í desember og náði 4. sæti. Hann hefur spilað 61 landsleik og skorað átta mörk. Hakimi gekk í raðir PSG árið 2021 eftir að hafa einnig spilað fyrir Real Madrid, Dortmund og Inter.
Franski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira