„Á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2023 09:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð frábærum árangri með Val. vísir/diego Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segist ekki eiga orð í sínum sarpi til að lýsa því sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert með Val. Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Í fyrradag sigraði Valur Ystad, 33-35, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópudeildarinnar. Valsmenn unnu síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og enduðu í 3. sæti hans. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sebastian var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um framgöngu Vals í vetur. Sebastian Alexandersson er nýbúinn að koma HK aftur upp í Olís-deildina.vísir/vilhelm „Ég hef fylgst vel með Völsurum í þessu, er mjög heillaður og finnst þetta frábært fordæmi fyrir íslenskan handbolta. Þeir setja ákveðið viðmið sem önnur lið þurfa að miða sig við. Ég held alveg ofboðslega með þeim og vona að þeir fari alla leið í þessu,“ sagði Sebastian sem telur möguleika Vals á komast í undanúrslit virkilega góða. En kemur þessi árangur Vals í Evrópudeildinni Sebastian á óvart? „Já og nei. Það kemur mér ekki á óvart miðað við hversu æðislegt mér finnst konseptið þeirra, hvað þeir spila hraðan leik og hvað það er komið gott sjálfstraust í mannskapinn til að treysta hvor öðrum í þessum hraða. Það er svo auðvelt að gera mistök. Þeir eru óhræddir, reyna aftur og aftur og hafa trú á sínu konsepti. Mér finnst það virðingarvert,“ sagði Sebastian. „Þegar ég horfi á leikina hugsa ég alltaf nú kemur skellurinn. En sama hvað þeir lenda undir, þeir koma alltaf til baka og það er komin í trú í að þeir séu á jafnréttisgrundvelli við alla, hvort sem þeir heita Flensburg eða Benidorm. Mér finnst það æðislegt og sjaldgæft. Það eru ekki mörg lið í Íslandssögunni sem hafa náð svona árangri í Evrópukeppni. Oft fara menn í þessa leiki og vona að þeir vinni en eru ekkert ákveðnir í að gera það. En þeir fara bara og ætla sér að vinna, vona það ekki bara.“ Þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í Evrópudeildinni hafa Valsmenn ekkert gefið eftir í Olís-deildinni og eru með níu stiga forskot á toppi hennar. Sebastian segir að það sé samt hægara sagt en gert fyrir Snorra Stein að hvetja sína menn til dáða í leikjunum hér heima eftir stóra Evrópuleiki. Valur mætir Göppingen í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.vísir/hulda margrét „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé rosaleg áskorun. Þetta er eins og fyrsti deildarleikur eftir að þú vinnur bikarmeistaratitil. En þeir hafa sýnt það jafnt og þétt í vetur að þeir skila úrslitum og ná í stigin þrátt fyrir úrslitakeppnina. Ég á ekki lýsingarorð til að lýsa því hversu hrifinn ég er að því sem er að gerast í Val.“ Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Olís-deild karla Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira