Sögutími í SB: Passaðu þig í upphitunarfótboltanum á næstu æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 10:01 Birkir Ívar Guðmundsson var skapmikill markvörður og hann komst líka langt á skapinu. Hann gleymdi heldur engu eins og sannast á þessari sögu. Getty/Stuart Franklin Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar. Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira
Vísir birti nefnilega á dögunum lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla á þessari öld og Seinni bylgjan hefur verið að fara yfir listann í síðustu þáttum sínum. Nú var komið að mönnunum í 11. til 20. sæti og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti eina góða sögu af markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni sem var í ellefta sæti á listanum sem Ingvi Þór Sæmundsson tók saman fyrir Vísi. „Ég á eina góða sögu hérna,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þegar listinn birtist á skjánum. „Komdu með hana,“ svaraði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þegar ég var í öðrum flokki í Haukum þá fékk ég að æfa með meistaraflokki. Þarna var ég að skjóta úr vinstra horninu. Fyrsta klobbaði ég hann og hugsaði síðan hvað ég að gera næst,“ sagði Arnar Daði. „Ég skýt eiginlega bara yfir hausinn á honum. Við vorum á æfingu í Strandgötunni. Hann sækir boltann og gjörsamlega þrumar honum upp í stúku, sparkar honum,“ sagði Arnar Daði. „Beint eftir meistaraflokksæfinguna þá vorum við að fara á 2. flokks æfingu upp á Ásvöllum og Gunnar Berg (Viktorsson) var að þjálfa okkur þar en hann var líka að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Hann tók okkur með sér þangað. Þá segir Gunnar Berg við mig: Arnar, ef þú færð að koma aftur á meistaraflokksæfingu þá passar þú þig kannski í fótboltanum. Ég spyr strax: Nú, af hverju? Gunnar Berg svarar þá: Hann er þekktur fyrir að strauja menn fyrir minna en þetta,“ sagði Arnar Daði. „Svo mæti ég á meistaraflokksæfingu svona mánuði seinna. Það voru ekki liðnar nema svona 30 sekúndur af leiknum þegar ég var gjörsamlega straujaður á æfingu. Ég var búinn að gleyma þessu,“ sagði Arnar Daði. Það má horfa á sögutíma Arnars hér fyrir neðan. Klippa: Saga úr Seinni bylgjunni: Arnar Daði og Birkir Ívar á æfingu
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Sjá meira