Fráleitt að veitingamenn séu ekki með í ráðum um eigin örlög Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. mars 2023 12:00 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. Þau hafa ítrekað kallað eftir öðruvísi samning sem tekur mið af rekstrarumhverfi greinarinnar og vilja sæti við borðið, annað sé fráleitt. Viðræður þeirra við Eflingu hafi ekki borið árangur og þeim vísað til ríkissáttasemjara. Atkvæðagreiðsla félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um nýju miðlunartillöguna sem settur ríkissáttasemjari tilkynnti um í gær hefst á morgun og lýkur á miðvikudag í næstu viku. Tillagan er í megindráttum sambærileg fyrri miðlunartillögu og tekur mið af samningi við Starfsgreinasambandið, þó með smávægilegum breytingum. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT, hafa gagnrýnt að þau hafi ekki fengið að koma að samningsviðræðum en þau eru ekki í SA. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir þau vinna í því að reikna út hver kostnaðurinn verður fyrir greinina ef miðlunartillagan verður samþykkt. „Það er ljóst að áhrifin verða gríðarleg. Við erum auðvitað að jafna okkur eftir langt Covid ástand og margir litlir og meðalstórir rekstraraðilar enn að borga frestaðar staðgreiðslur eða með stuðningslánin yfir höfðinu. Þannig þetta eru erfiðir tímar verður að viðurkennast,“ segir Aðalgeir. Hann tekur undir með framkvæmdastjóra SA að það sé skrýtið að afturvirknin sé jafn löng og raun ber vitni. Erfitt verði fyrir greinina að eiga efni á því samhliða öðrum hækkunum. „Við höfum talað fyrir því að greinin þurfi auðvitað sér samninga út af sérstöðu greinarinnar, þar sem við vinnum sjötíu prósent af öllum tímum utan dagvinnu og tími til kominn að fá stakk sem passar vexti,“ segir Aðalgeir. Hafi skýrt umboð til að semja um eigin kjarasamninga Þau vinni að því að gera betur við hina lægst launuðu en helsta baráttumál þeirra sé að vaxtarálag verði föst krónutala, líkt og því er háttað á Norðurlöndunum, frekar en prósentuhlutfall af dagvinnu. Sú breyting myndi gera þeim auðveldara fyrir við að hækka grunnlaun. Þau hafi reynt að ræða við Eflingu um sínar kröfur en það ekki borið árangur og því vísuðu þau viðræðum sínum til ríkissáttasemjara fyrir helgi og ítrekuðu beiðni sína í gær. „Við höfum skýrt umboð okkar umbjóðenda til að semja um kjarasamninga og viljum bara að það umboð verði virt þannig við getum sest niður og samið um samninga fyrir okkur,“ segir Aðalgeir. „Við erum náttúrulega með gríðarlega marga Eflingarstarfsmenn innan okkar fyrirtækja og að sjálfsögðu eigum við að vera með í ráðum þegar rekstrarumhverfið er ákveðið, annað er bara fráleitt.“ Hann bindur vonir við að viðræður þeirra komist á skrið á næstunni og ríkissáttasemjari taki málið fyrir en þau séu tilbúin til að svara kallinu umsvifalaust. Tíminn sé naumur þar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu lýkur eftir tæpa viku. „Á þessu stigi get ég svo sem ekki staðfest um hvað verður ef að miðlunartillagan verður samþykkt en það er alveg ljóst að SVEIT mun leita allra leiða til þess að komast að borðinu og sníða stakk eftir vexti. Það bara gengur ekkert annað í þessu ástandi,“ segir Aðalgeir. Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Kjaramál Tengdar fréttir Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um nýju miðlunartillöguna sem settur ríkissáttasemjari tilkynnti um í gær hefst á morgun og lýkur á miðvikudag í næstu viku. Tillagan er í megindráttum sambærileg fyrri miðlunartillögu og tekur mið af samningi við Starfsgreinasambandið, þó með smávægilegum breytingum. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT, hafa gagnrýnt að þau hafi ekki fengið að koma að samningsviðræðum en þau eru ekki í SA. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir þau vinna í því að reikna út hver kostnaðurinn verður fyrir greinina ef miðlunartillagan verður samþykkt. „Það er ljóst að áhrifin verða gríðarleg. Við erum auðvitað að jafna okkur eftir langt Covid ástand og margir litlir og meðalstórir rekstraraðilar enn að borga frestaðar staðgreiðslur eða með stuðningslánin yfir höfðinu. Þannig þetta eru erfiðir tímar verður að viðurkennast,“ segir Aðalgeir. Hann tekur undir með framkvæmdastjóra SA að það sé skrýtið að afturvirknin sé jafn löng og raun ber vitni. Erfitt verði fyrir greinina að eiga efni á því samhliða öðrum hækkunum. „Við höfum talað fyrir því að greinin þurfi auðvitað sér samninga út af sérstöðu greinarinnar, þar sem við vinnum sjötíu prósent af öllum tímum utan dagvinnu og tími til kominn að fá stakk sem passar vexti,“ segir Aðalgeir. Hafi skýrt umboð til að semja um eigin kjarasamninga Þau vinni að því að gera betur við hina lægst launuðu en helsta baráttumál þeirra sé að vaxtarálag verði föst krónutala, líkt og því er háttað á Norðurlöndunum, frekar en prósentuhlutfall af dagvinnu. Sú breyting myndi gera þeim auðveldara fyrir við að hækka grunnlaun. Þau hafi reynt að ræða við Eflingu um sínar kröfur en það ekki borið árangur og því vísuðu þau viðræðum sínum til ríkissáttasemjara fyrir helgi og ítrekuðu beiðni sína í gær. „Við höfum skýrt umboð okkar umbjóðenda til að semja um kjarasamninga og viljum bara að það umboð verði virt þannig við getum sest niður og samið um samninga fyrir okkur,“ segir Aðalgeir. „Við erum náttúrulega með gríðarlega marga Eflingarstarfsmenn innan okkar fyrirtækja og að sjálfsögðu eigum við að vera með í ráðum þegar rekstrarumhverfið er ákveðið, annað er bara fráleitt.“ Hann bindur vonir við að viðræður þeirra komist á skrið á næstunni og ríkissáttasemjari taki málið fyrir en þau séu tilbúin til að svara kallinu umsvifalaust. Tíminn sé naumur þar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu lýkur eftir tæpa viku. „Á þessu stigi get ég svo sem ekki staðfest um hvað verður ef að miðlunartillagan verður samþykkt en það er alveg ljóst að SVEIT mun leita allra leiða til þess að komast að borðinu og sníða stakk eftir vexti. Það bara gengur ekkert annað í þessu ástandi,“ segir Aðalgeir.
Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Kjaramál Tengdar fréttir Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33
Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50
Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06