Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:10 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti stórtæk uppbyggingaráform varðandi starfsnám í framhaldsskólum. Vísir/Vilhelm Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30
Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55
Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu