Flugvallastarfsmenn huga að harðari aðgerðum dugi yfirvinnubann ekki til Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 13:19 Tafir gætu orðið á flugi eftir að yfirvinnubann flugvallarstarfsmanna tekur gildi klukkan 16 á morgun. Vísir/Vilhelm Tafir gætu orðið á flugi um helstu flugvelli landsins eftir að yfirvinnubann flugmálastarfsmanna tekur gildi á morgun. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að farið verði í harðari aðgerðir en yfirvinnubann náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, lýsir vonbrigðum sínum með samningafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær. Þar hafi ekkert miðað áfram. Hann segir boðað yfirvinnubann sem hefst klukkan fjögur á morgun geta haft töluverð áhrif á Keflavíkurflugvelli. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir vonbrigði að ekki hafi tekist að semja um kaup og kj´ör félagsmanna enda fari þeir ekki fram á annað og meira en aðrir hafi samið um.aðsend „Flæði flugvéla og farþega og farþega um völlinn. Það hægist verulega á. Þetta getur farið að hafa áhrif á hvort flug er að fara á réttum tíma eða ekki,“ segir Unnar Örn. Með öðrum orðum það gætu orðið seinkanir á flugi og fólk gæti þurft að mæta fyrr en ella í flug vegna hægari þjónustu. Um fjögur hundruð félagsmenn FFR koma víða við sögu í starfsemi flugvalla landsins. Ekki hvað síst á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er á sjötta tug starfsheita hjá okkur. Þetta er flugverndin, flugvallarþjónustan sem sér um snjóhreinsun og þess háttar ásamt slökkviþáttinn. Þetta eru fluggagnafræðingar, AFIS fólkið okkar úti á landi sem er með flugupplýsingagjöf fyrir flugvélar. Okkar fólk er vítt og breitt í gegnum allt fyrirtækið,“ segir formaður FFR. Boðað hefur verið til næsta samningafundar með SA fyrir hönd Ísavia á morgun. Unnar Örn segir félagið ekki vera að krefjast meiri launahækkana en samið hafi verið um við aðra. Ef yfirvinnubannið þrýsti ekki á um samninga verði félagið að huga að öðrum og harðari aðgerðum. Félagsmenn FFR vinna fjölbreytt störf á flugvöllum landsins og yfirvinnubann þeirra gæti tafið ýmsa þjónustu við farþega og flugfélög.Vísir/Vilhelm „Það er ekki til að einfalda hlutina. Ég trúi ekki öðru, það ber það lítið í milli, að það skuli ekki vera hægt að klára þetta. Í staðinn fyrir að setja hlutina í svona mikið uppnám. Það er ótrúlegt,“ segir Unnar Örn Ólafsson. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavia segir félagið binda miklar vonir við samningaviðræður skili árangri þannig að báðir aðilar fari sáttir frá borði. Næsti fundur í deilunni verði á morgun. „Við höfum á síðustu dögum verið að fara yfir möguleg áhrif yfirvinnubanns á okkar starfsemi og höldum því áfram. Tengt þeirri yfirferð höfum við fengið samþykktar undanþágubeiðnir frá FFR fyrir þjónustu á flugvöllum og í flugleiðsögu vegna sjúkraflugs, leitar- og björgunarflugs, vegna breytinga á áfangastað loftfars, sem geta orðið vegna bilana, óvæntra lokana flugvalla, óveðurs eða veikinda um borð, og vegna virkjana neyðaráætlana eins og flugslysaáætlana eða áætlana vegna eldgosa,“ segir Guðjón. Almennt séð muni yfirvinnubann hins vegar koma í veg fyrir að hægt verði að fá félagsfólk FFR sem starfi hjá Isavia og dótturfélögum til yfirvinnu. Til dæmis ef komi til veikinda eða vegna álags í rekstri sem gæti skapast vegna óveðurs. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Unnar Örn Ólafsson formaður FFR, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, lýsir vonbrigðum sínum með samningafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í gær. Þar hafi ekkert miðað áfram. Hann segir boðað yfirvinnubann sem hefst klukkan fjögur á morgun geta haft töluverð áhrif á Keflavíkurflugvelli. Unnar Örn Ólafsson formaður FFR segir vonbrigði að ekki hafi tekist að semja um kaup og kj´ör félagsmanna enda fari þeir ekki fram á annað og meira en aðrir hafi samið um.aðsend „Flæði flugvéla og farþega og farþega um völlinn. Það hægist verulega á. Þetta getur farið að hafa áhrif á hvort flug er að fara á réttum tíma eða ekki,“ segir Unnar Örn. Með öðrum orðum það gætu orðið seinkanir á flugi og fólk gæti þurft að mæta fyrr en ella í flug vegna hægari þjónustu. Um fjögur hundruð félagsmenn FFR koma víða við sögu í starfsemi flugvalla landsins. Ekki hvað síst á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er á sjötta tug starfsheita hjá okkur. Þetta er flugverndin, flugvallarþjónustan sem sér um snjóhreinsun og þess háttar ásamt slökkviþáttinn. Þetta eru fluggagnafræðingar, AFIS fólkið okkar úti á landi sem er með flugupplýsingagjöf fyrir flugvélar. Okkar fólk er vítt og breitt í gegnum allt fyrirtækið,“ segir formaður FFR. Boðað hefur verið til næsta samningafundar með SA fyrir hönd Ísavia á morgun. Unnar Örn segir félagið ekki vera að krefjast meiri launahækkana en samið hafi verið um við aðra. Ef yfirvinnubannið þrýsti ekki á um samninga verði félagið að huga að öðrum og harðari aðgerðum. Félagsmenn FFR vinna fjölbreytt störf á flugvöllum landsins og yfirvinnubann þeirra gæti tafið ýmsa þjónustu við farþega og flugfélög.Vísir/Vilhelm „Það er ekki til að einfalda hlutina. Ég trúi ekki öðru, það ber það lítið í milli, að það skuli ekki vera hægt að klára þetta. Í staðinn fyrir að setja hlutina í svona mikið uppnám. Það er ótrúlegt,“ segir Unnar Örn Ólafsson. Guðjón Helgason upplýsingafulltrui Ísavia segir undanþágur hafa verið fengar til að viðhalda öryggi.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavia segir félagið binda miklar vonir við samningaviðræður skili árangri þannig að báðir aðilar fari sáttir frá borði. Næsti fundur í deilunni verði á morgun. „Við höfum á síðustu dögum verið að fara yfir möguleg áhrif yfirvinnubanns á okkar starfsemi og höldum því áfram. Tengt þeirri yfirferð höfum við fengið samþykktar undanþágubeiðnir frá FFR fyrir þjónustu á flugvöllum og í flugleiðsögu vegna sjúkraflugs, leitar- og björgunarflugs, vegna breytinga á áfangastað loftfars, sem geta orðið vegna bilana, óvæntra lokana flugvalla, óveðurs eða veikinda um borð, og vegna virkjana neyðaráætlana eins og flugslysaáætlana eða áætlana vegna eldgosa,“ segir Guðjón. Almennt séð muni yfirvinnubann hins vegar koma í veg fyrir að hægt verði að fá félagsfólk FFR sem starfi hjá Isavia og dótturfélögum til yfirvinnu. Til dæmis ef komi til veikinda eða vegna álags í rekstri sem gæti skapast vegna óveðurs.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18