Upphefð eða bjarnargreiði? Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:30 Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Menning Listamannalaun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun