Óðinn um markið ótrúlega úr hornkastinu: „Reyni þetta aldrei aftur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Óðinn Þór Ríkharðsson storkaði handboltalögmálunum með því að skora beint úr hornkasti. vísir/vilhelm Óðinn Þór Ríkharðsson segir að það hafi lengi blundað í sér að reyna að skora úr hornkasti eins og hann gerði í Evrópudeildinni í handbolta á dögunum. Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Óðinn skoraði markið ótrúlega í eins marks sigri Kadetten Schaffhausen, 27-28, á Benfica í síðustu viku. Hann jafnaði þá í 25-25 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Markið má sjá hér fyrir neðan. WHAT. A. NIGHT. The award of the best goal goes to ____ #ehfel 5 Mijajlo Marsenic | @FuechseBerlin 4 Santiago Barcelo | @bmbenidorm 3 Emil Jakobsen | @SGFleHa 2 @EstebanSali11 | @BMGranollers 1 Odin Thor Rikhardsson | @kadettensh pic.twitter.com/yWZknp8iaa— EHF European League (@ehfel_official) February 22, 2023 „Ég veit ekki hvernig viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði klikkað á þessu. En svo sem hugsað þetta áður, að þetta gæti verið möguleiki. Ég var búinn að fá eitt hornkast fyrir, þeir klúðruðu þá þannig ég hugsaði að ég mætti alveg láta vaða,“ sagði Óðinn í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Ég hef ekki gert þetta áður og auðvitað kom það mér á óvart því líkurnar á að þetta fari inn eru engar. Ég reyni þetta aldrei aftur.“ Aðeins einu marki munaði að Óðinn og félagar hans í Kadetten Schaffhausen myndu mæta Val í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Í staðinn mæta svissnesku meistararnir Ystad. Langaði að fá Val „Það hefði verið geggjað að fá Val, upp á að spila Evrópuleik í þessari mögnuðu umgjörð og stemmningunni sem hefur verið í Origo-höllinni. Það hefði verið mjög gaman. Ég ætla ekkert að ljúga að mér hafi verið alveg sama,“ sagði Óðinn. „Mig langaði að fá Val. Ekki því þeir eru eitthvað verri. Þetta eru alveg jafn góð lið en bara að fá Evrópuleik á Íslandi hefði verið geggjað.“ Óðinn segir að framganga Valsmanna í Evrópudeildinni hafi ekki komið sér í opna skjöldu. „Nei, þetta hefur ekki komið mér á óvart. Mér finnst þetta vera á pari við það sem ég bjóst við. Þeir fengu ellefu stig og er flott. En ég vissi alveg hversu góðir þeir eru,“ sagði Óðinn. Hlusta má á hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira