Árás á þjóðríkið Ólafur Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 07:00 Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær. Enginn hefur bent á hvar á að taka peninga til standa undir þessu? Ekki rennur það fé til að styðja við þá sem höllustum fæti standa eða til nauðsynlegra úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál sem þolir ekki birtingu. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður liggur milli hluta og fæst ekki upp gefinn. Skrúðmælgi er notuð til að fegra bágt ástand eins og með því að kalla íbúðir fyrir hælisleitendur búsetuúrræði. Nágrannaþjóðirnar hafa söðlað um og horfið frá þeirri stefnu opinna landamæra sem hér er fylgt. Breið samstaða ríkir um að taka á vandanum af raunsæi og skynsemi. Danmörk, sem við berum okkur gjarnan saman við, er lýsandi dæmi. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana lýsir fyrri stefnu sem mistökum og segir hælisleitendakerfi Evrópu hrunið. Spjótin beinast að þjóðríkinu Við erum ekki komin lengra en svo að hér virðist fólk komast upp með að ræða mál af draumlyndi og óskhyggju en mest í þágu eigin hagsmuna. Staðreyndir og rök virðast ekki hreyfa við fólki sem kallar eftir opnum landamærum. Málþóf pírata ber með sér að engin þekking sýnist fyrir hendi á kúvendingunni sem orðin er á stefnu nágrannalanda. Í Danmörku ber hátt stefnumörkun jafnaðarmanna sem lyfti þeim í fylgishæðir og leiða þeir nú ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð undir forystu Mette Fredriksen. Stefna Dana er reist á langri reynslu og miður vel heppnuðum árangri. Þjóðríki án öruggra landamæra rís ekki undir nafni. Tómt mál er að tala um fullveldi þjóðarinnar þegar stjórnvöld standa frammi fyrir opnum landamærum og hafa ekkert um það að segja hverjir koma hingað til að setjast hér að. Í þessu ljósi má jafna málþófi pírata og kröfu um galopin landamæri við árás á þjóðríki Íslendinga sem þeir leiddu með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar. Þessi árás er ekki bundin við málþófið heldur er viðvarandi. Þau og samstarfsflokkar þeirra vilja þjóðríkið feigt. Málþófið snerist að nafninu til um mannréttindi en áherslan var á góðmennsku og mannúð þeirra sjálfra eins og fleirum sýnist tamt að skreyta sig með. Opin landamæri sem þau kalla eftir hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar: Ein er sú að við verðum eins og hver önnur Belgía og tölum belgísku. Þáttur Samfylkingar og Viðreisnar Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og píratar og sýnast ekkert vilja kannast við danska systurflokkinn og virða vettergis baráttu hans í þágu danskra gilda. Þeir skirrast ekki við að bera brigður á hina dönsku stefnu og hafa ranglega sagt hana umdeilda í Danmörku. Hún er ekki umdeildari en svo að hún kom vart við sögu í þingkosningum á liðnu hausti. Yfirgnæfandi meirihluti danskra þingmanna styður stórherta stefnu eins og sést af atkvæðagreiðslum í danska þjóðþinginu. Viðreisn er ekki langt undan og víkur sér undan að axla ábyrgð gagnvart þeim aðstæðum sem við búum við. Ákafasti talsmaður flokksins í málaflokknum hlaut nýlega flokkslega upphefð í viðurkenningarskyni fyrir málflutning sem vart verður kenndur við þekkingu eða hófstillingu. Ábyrgð æðstu stjórnvalda Þegar þjóðríkið liggur undir árás þriggja flokka á Alþingi, ef bein atlaga og meðvirkni reiknast saman, blasir við að æðsta forysta ríkisstjórnarinnar getur ekki setið hjá. Æðstu forystumenn verða að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa tekið að sér forystu fyrir ríkisstjórn. Greiða fyrir nauðsynlegum lagabreytingum umfram þær sem nú standa fyrir dyrum til að laga íslenska löggjöf að því sem gerist og gengur í nágrannalöndunum. Frumskilyrði er að fella brott löglausa ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um að meðhöndla efnahagsferðalanga, t.d. frá Venesúela, sem flóttamenn sem þeir eru ekki. Æðsta skylda stjórnvalda er að standa vörð um þjóðríkið og fullveldi þjóðarinnar. Undan þeirri skyldu fá forystumenn ekki vikist. Þeir standa frammi fyrir að rísa undir ábyrgð þegar alvarlegt hættuástand ríkir á landamærunum og harðri sókn er haldið uppi af hálfu aðila sem vilja íslenskt þjóðríki feigt. Tíminn til aðgerða er núna. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við búum við hættuástand á landamærum að dómi ríkislögreglustjóra. Við horfum upp á ósjálfbæran innflutning fólks sem svarar til heils myndarlegs bæjarfélags á ári hverju. Styttist í að óbreyttu að ársskammturinn verði eins og einn Garðabær. Enginn hefur bent á hvar á að taka peninga til standa undir þessu? Ekki rennur það fé til að styðja við þá sem höllustum fæti standa eða til nauðsynlegra úrbóta í heilbrigðiskerfinu. Kostnaður við hælisleitendakerfið sýnist ríkisleyndarmál sem þolir ekki birtingu. Aðeins er birtur beinn kostnaður að einhverju marki en óbeinn kostnaður liggur milli hluta og fæst ekki upp gefinn. Skrúðmælgi er notuð til að fegra bágt ástand eins og með því að kalla íbúðir fyrir hælisleitendur búsetuúrræði. Nágrannaþjóðirnar hafa söðlað um og horfið frá þeirri stefnu opinna landamæra sem hér er fylgt. Breið samstaða ríkir um að taka á vandanum af raunsæi og skynsemi. Danmörk, sem við berum okkur gjarnan saman við, er lýsandi dæmi. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Dana lýsir fyrri stefnu sem mistökum og segir hælisleitendakerfi Evrópu hrunið. Spjótin beinast að þjóðríkinu Við erum ekki komin lengra en svo að hér virðist fólk komast upp með að ræða mál af draumlyndi og óskhyggju en mest í þágu eigin hagsmuna. Staðreyndir og rök virðast ekki hreyfa við fólki sem kallar eftir opnum landamærum. Málþóf pírata ber með sér að engin þekking sýnist fyrir hendi á kúvendingunni sem orðin er á stefnu nágrannalanda. Í Danmörku ber hátt stefnumörkun jafnaðarmanna sem lyfti þeim í fylgishæðir og leiða þeir nú ríkisstjórn annað kjörtímabilið í röð undir forystu Mette Fredriksen. Stefna Dana er reist á langri reynslu og miður vel heppnuðum árangri. Þjóðríki án öruggra landamæra rís ekki undir nafni. Tómt mál er að tala um fullveldi þjóðarinnar þegar stjórnvöld standa frammi fyrir opnum landamærum og hafa ekkert um það að segja hverjir koma hingað til að setjast hér að. Í þessu ljósi má jafna málþófi pírata og kröfu um galopin landamæri við árás á þjóðríki Íslendinga sem þeir leiddu með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar. Þessi árás er ekki bundin við málþófið heldur er viðvarandi. Þau og samstarfsflokkar þeirra vilja þjóðríkið feigt. Málþófið snerist að nafninu til um mannréttindi en áherslan var á góðmennsku og mannúð þeirra sjálfra eins og fleirum sýnist tamt að skreyta sig með. Opin landamæri sem þau kalla eftir hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar: Ein er sú að við verðum eins og hver önnur Belgía og tölum belgísku. Þáttur Samfylkingar og Viðreisnar Einstakir þingmenn Samfylkingar hafa haldið uppi háværum málflutningi í sama dúr og píratar og sýnast ekkert vilja kannast við danska systurflokkinn og virða vettergis baráttu hans í þágu danskra gilda. Þeir skirrast ekki við að bera brigður á hina dönsku stefnu og hafa ranglega sagt hana umdeilda í Danmörku. Hún er ekki umdeildari en svo að hún kom vart við sögu í þingkosningum á liðnu hausti. Yfirgnæfandi meirihluti danskra þingmanna styður stórherta stefnu eins og sést af atkvæðagreiðslum í danska þjóðþinginu. Viðreisn er ekki langt undan og víkur sér undan að axla ábyrgð gagnvart þeim aðstæðum sem við búum við. Ákafasti talsmaður flokksins í málaflokknum hlaut nýlega flokkslega upphefð í viðurkenningarskyni fyrir málflutning sem vart verður kenndur við þekkingu eða hófstillingu. Ábyrgð æðstu stjórnvalda Þegar þjóðríkið liggur undir árás þriggja flokka á Alþingi, ef bein atlaga og meðvirkni reiknast saman, blasir við að æðsta forysta ríkisstjórnarinnar getur ekki setið hjá. Æðstu forystumenn verða að axla þá ábyrgð sem fylgir því að hafa tekið að sér forystu fyrir ríkisstjórn. Greiða fyrir nauðsynlegum lagabreytingum umfram þær sem nú standa fyrir dyrum til að laga íslenska löggjöf að því sem gerist og gengur í nágrannalöndunum. Frumskilyrði er að fella brott löglausa ákvörðun úrskurðarnefndar útlendingamála um að meðhöndla efnahagsferðalanga, t.d. frá Venesúela, sem flóttamenn sem þeir eru ekki. Æðsta skylda stjórnvalda er að standa vörð um þjóðríkið og fullveldi þjóðarinnar. Undan þeirri skyldu fá forystumenn ekki vikist. Þeir standa frammi fyrir að rísa undir ábyrgð þegar alvarlegt hættuástand ríkir á landamærunum og harðri sókn er haldið uppi af hálfu aðila sem vilja íslenskt þjóðríki feigt. Tíminn til aðgerða er núna. Höfundur er hagfræðingur og fv. alþingismaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun