Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 08:50 Trump hvatti stuðningsmenn sína til að fjölmenna að þinghúsinu 6. janúar 2021. Beint eftir ræðuna fóru þúsundir þeirra að þinghúsinu, slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið. AP/Evan Vucci Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Álit ráðuneytisins var lagt fram sem greinargerð til alríkisdómstóls sem reynir nú að taka afstöðu til þess hvort að hann leyfi lögsóknum lögreglumanna sem særðust í árásinni annara vegar og þingmanna úr Demókrataflokknum hins vegar að standa, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir krefjast þess að Trump bæti þeim líkamlegt og andlegt tjón sem þeir urðu fyrir í árásinni. Stefnan tengist ræðu sem Trump hélt í Washington-borg 6. janúar 2021, daginn sem árásin á þinghúsið var gerð. Þar hélt hann enn á lofti staðlausum stöfum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember 2020. Hvatti hann stuðningsmenn sína til þess að fylkja liði að þinghúsinu þar sem þingið var í þann veginn að staðfesta úrslit kosninganna. Dómsmálaráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði æst til árásarinnar með ræðunni. Hins vegar væri það álit þess að forseti nyti ekki algerrar friðhelgi ef orð hans væru talin hafa hvatt til ofbeldis. „Sem leiðtogi þjóðarinnar og þjóðhöfðingi hefur forsetinn umfangsmikil völd til að ræða við samborgara sína og fyrir hönd þeirra. Það hefðbundna hlutverk snýst hins vegar um samskipti við almenning og sannfæringarkraft, ekki hvatningu til yfirvofandi ofbeldis einstaklinga,“ sagði í greinargerðinni. Tengist ekki rannsókn ráðuneytisins á mögulegum glæpum Lögmenn Trump halda því fram að ekki hafi vakað fyrir honum að efna til ofbeldisverka þegar hann hvatti þúsundir stuðningsmanna sinna til þess að ganga fylktu liði að þinghúsinu og að „berjast af heljarkröftum“ rétt áður en árásin hófst. Ekki ætti að svipta Trump friðhelgi sinni vegna gjörða stuðningsmanna hans. Dómari á lægra dómstigi komst að þeirri niðurstöðu að Trump gæti ekki borið fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins til þess að komast undan stefnunum. Orð hans í aðdraganda árásarinnar hafi líklega verið æsing til ofbeldis sem njóti ekki verndar málfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Dómsmálaráðuneytið rannsakar enn hvort að Trump og bandamenn hans hafi framið glæp þegar þeir reyndu að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Lögmenn ráðuneytisins sem skiluðu greinargerðinni um einkamálsóknirnar gegn Trump tóku sérstaklega fram að þeir tækju ekki afstöðu til þess að hvort að Trump eða nokkur annar hefði gerst sekur um glæp.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira