Minkamars - Áskorun til stjórnvalda að banna loðdýraeldi á Íslandi Björn M. Sigurjónsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar