Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur B 26-29 | Íslensku stelpurnar köstuðu frá sér sjö marka forskoti Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 4. mars 2023 18:14 Úr leik dagsins. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti B-liði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í dag, 26-29. Þetta var í annað skipti á þrem dögum sem liðin mætast, en íslensku stelpurnar máðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. Ísland byrjaði leikinn betur og kom sér í forystu strax á fyrstu mínútunum. Norðmenn vöknuðu til lífs almennilega þegar um tíu mínútur voru liðnar og jöfnuðu leikinn 4-4. Vísir/Hulda Margrét Þegar um stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 8-7 fyrir Íslandi og átti íslenska liðið í vandræðum með Tinu Andullah sem skoraði hvert marki á fætur öðru úr horni Norðmanna. Íslenska liðið var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en hleyptu Norðmönnum alltaf inn í leikinn þegar þær voru komnar með ágætis forystu. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik gaf íslenska liðið í og leiddi með fimm mörkum þegar liðin gengu til klefana. Vísir/Hulda Margrét Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og hélt áfram góðri forystu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir kom inn í mark Íslands í seinni hálfleik og var gríðarlega góð í byrjun seinni hálfleiks, með sjö bolta varða. Vísir/Hulda Margrét Um miðbik seinni hálfleiks leiddi Ísland með sjö mörkum 22-15. Þá tóku Norðmenn leikhlé og boltinn fór að rúlla hjá þeim. Eli Raasok markmaður Noregs hrökk í gang og náðu þær að nýta sóknirnar töluvert betur en þær höfðu gert í leiknum. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-25. Íslenska liðið fór illa að ráði sínum á þessum loka mínútum og gengu Norðmenn á lagið. Lokatölur 26-29 fyrir Norðmönnum. Vísir/Hulda Margrét Landslið kvenna í handbolta Handbolti
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti B-liði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í dag, 26-29. Þetta var í annað skipti á þrem dögum sem liðin mætast, en íslensku stelpurnar máðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik. Ísland byrjaði leikinn betur og kom sér í forystu strax á fyrstu mínútunum. Norðmenn vöknuðu til lífs almennilega þegar um tíu mínútur voru liðnar og jöfnuðu leikinn 4-4. Vísir/Hulda Margrét Þegar um stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 8-7 fyrir Íslandi og átti íslenska liðið í vandræðum með Tinu Andullah sem skoraði hvert marki á fætur öðru úr horni Norðmanna. Íslenska liðið var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en hleyptu Norðmönnum alltaf inn í leikinn þegar þær voru komnar með ágætis forystu. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik gaf íslenska liðið í og leiddi með fimm mörkum þegar liðin gengu til klefana. Vísir/Hulda Margrét Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og hélt áfram góðri forystu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir kom inn í mark Íslands í seinni hálfleik og var gríðarlega góð í byrjun seinni hálfleiks, með sjö bolta varða. Vísir/Hulda Margrét Um miðbik seinni hálfleiks leiddi Ísland með sjö mörkum 22-15. Þá tóku Norðmenn leikhlé og boltinn fór að rúlla hjá þeim. Eli Raasok markmaður Noregs hrökk í gang og náðu þær að nýta sóknirnar töluvert betur en þær höfðu gert í leiknum. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-25. Íslenska liðið fór illa að ráði sínum á þessum loka mínútum og gengu Norðmenn á lagið. Lokatölur 26-29 fyrir Norðmönnum. Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti